fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Siggi hakkari laus úr gæsluvarðhaldi og skellti sér í sund – Íbúar fokvondir og vilja hann burt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. janúar 2022 11:00

Sigurður Þórðarson er fluttur til Danmerkur og þar vill hann dvelja áfram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, er laus úr gæsluvarðhaldi sem honum var gert að sæta í októberlok. Sigurður var með réttarstöðu sakbornings, ásamt fjórtán öðrum, vegna umfangsmikillar rannsóknar  á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Var Sigurður og meint samverkafólk hans grunað um að stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið út tugi milljóna króna. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna málsins.

En nú er Sigurður laus úr haldi og skellti sér við annan mann í nýjustu sundlaug Reykjavíkurborgar í Úlfarsárdal sem opnaði um miðjan desember. Þar bar athugull faðir kennsl á Sigurð og vakti máls á heimsókn hans í sundlaugina í Facebook-hópi íbúa í Úlfarsárdal. Þar varð talsvert uppnám vegna málsins og ljóst að íbúar kæra sig ekki um heimsóknir margdæmds barnaníðings í sundlaugina.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sundlaugaheimsóknir Sigurðar vekja usla í samfélaginu.

Eins og áður segir var hefur Sigurður ítrekað verið dæmdur fyrir kynferðisbrot  auk auðgunarbrota en fangelsisdómar hans eru þrír, samtals 5 ár og 8 mánuðir.  Í febrúar 2014 var hann dæmdur í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að tæla 17 ára dreng til kynferðismaka með blekkingum. Þann 13. mars sama ár undirgekkst Sigurður sektargreiðslu vegna þjófnaðar. Þá var hann dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í desember 2014 fyrir umfangsmikil fjársvik gegn fyrirtækjum og einstaklingum. Alls var hann dæmdur til að greiða um átta milljónir í miskabætur. Hinn 23. september 2015 var Sigurður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn níu piltum. Þá var honum gert að greiða 8,6 milljónir í miskabætur og rúmar sex milljónir króna í sakarkostnað.

Sigurður losnaði úr fangelsi í júní  2016 og lauk afplánun dómsins undir rafrænu eftirliti. Strax í kjölfarið gerðist Sigurður fastagestur í Salalaug í Kópavogi og varð í kjölfarið uppi fótur og fit meðal áhyggjufullra foreldra og fjölluðu allir helstu fjölmiðlar landsins um málið.

Samkvæmt umfjöllun DV á sínum tíma funduðu skólastjórnendur í Kópavogi vegna málsins og vildu banna Sigurði að heimsækja laugarnar.

Í viðtali við DV sagði Sigurður: „Ég spurði hvort ég mætti fara í sund áður en ég losnaði og þeir sögðu já,“ segir Sigurður og segir að daginn eftir umfjöllun fjölmiðla hafi honum verið meinað að fara í sund. Í upphaflega plagginu sem veitti honum reynslulausn segir hann að hvergi hafi komið fram að honum hafi verið meinaður aðgangur að sundlaugum. Eftir háværar umræður var Sigurður boðaður á fund daginn eftir og þá hafði því skilyrði verið bætt við.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Holding skiptir um félag
Willian að snúa aftur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur