fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

DV spyr: Hversu oft hefur þú farið til útlanda frá því að Covid hófst?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. janúar 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö ár eru nú liðin frá því að fyrstu fréttir tóku að berast af dularfullri veiru sem gekk manna á milli í Wuhan héraði í Kína. Þann 28. febrúar næstkomandi verða svo liðin tvö ár frá því að fyrsta smitið greindist hér á landi.

Fyrir faraldurinn voru Íslendingar án efa ein ferðaþyrstasta þjóð heims, en samkvæmt tölum Íslandsstofu fyrir árið 2019 fóru Íslendingar að meðaltali rétt tæplega þrisvar á ári í frí út fyrir landsteinana.

Eins og við var að búast hafa þessar tölur hrunið undanfarin tvö ár á Covid tímum, en þó er ljóst að rofað hefur til. Play tilkynnti til að mynda í gær að flugfélagið hafi flutt yfir 101 þúsund farþega á fyrstu sex mánuðum og á tímabili síðasta haust virtist hreinlega öll þjóðin vera á faraldsfæti eftir að hafa hlýtt fyrirmælum um að „ferðast innanlands“ árið áður.

Þrátt fyrir allan þennan fjölda á faraldsfæti hafa ferðaviðvaranir verið í gildi til allra landa heims síðan í lok síðasta árs, og þar áður voru öll lönd heims nema Grænland talin til hættusvæða.

DV spyr því, af einskærri forvitni, hefur þú ferðast til útlanda á undanförnum tveimur árum, og ef svo – hversu oft?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Holding skiptir um félag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur