fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Björn Ingi hjólar í varaþingmanninn: „Arnar Þór, viltu láta börnin okkar í friði“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. janúar 2022 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er greinilega ósáttur við framgöngu lögfræðingsins og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, Arnars Þórs Jónssonar. Arnar Þór sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð til fjölda einstaklinga og stofnana þar sem kennarar voru meðal annarra spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef alvarlegar aukaverkanir kæmu upp. Bréfið hefur fallið í grýttan jarðveg svo vægt sér til orða tekið.

Birni Ingi er verulega misboðið vegna framgöngu Arnar Þórs og skrifar langt opið bréf til þingmannsins á Viljann þar sem bréfasendingin er gagnrýnd.

Treystir ráðleggingum lækna

„Ég er stoltur fjögurra barna faðir og í minni tilveru er nákvæmlega ekkert merkilegra eða dýrmætara en börnin mín og að þau vaxi og dafni. Elsti sonur minn er 22 ára, hann er þríbólusettur og það sama má segja um þann næstelsta sem verður átján ára eftir nokkra daga.

Svo á ég tvö yngri börn, dóttur sem er nýorðin sex ára og dreng sem verður tíu ára eftir fáeinar vikur og nú er komið að því að ég þarf ásamt móður þeirra að taka afstöðu til bólusetningar sem þeim býðst gegn kórónaveirunni, því í næstu viku gefst loksins 5-11 ára börnum kostur á að fá þá vörn gegn veirunni sem okkur fullorðna fólkinu hefur boðist undanfarið ár, eða svo.

Ég er ekki sérfræðingur í öllum þeim efnum sem mynda það stórkostlega læknisfræðilega afrek sem bóluefni er. Og mér er fullkunnugt um að í einstaka tilfellum getur fólk lent í erfiðum aukaverkunum. Ég þekki sjálfur slík dæmi. Í tölfræðilegu tilliti er þó ávinningurinn af vörninni langt umfram áhættuna af þeim aukaverkunum,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn.

Hann bendir ennfremur á hversu mikið fólk eigi að þakka vísindunum fyrir þær bólusetningar sem eru í boði fyrir börn og fullorðna og að hann hafi þegið slíkar bólusetningar án þess að láta fara fram ítarlega efnafræðilega greiningu á bóluefninu sem átti í hlut. Hann treysti einfaldlega ráðleggingum lækna eins og Þórólfs Guðnasonar.

„Það er því ósmekklegra en auðvelt er að koma í orð, að varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson hafi enn einn ganginn fundið aðferð til að vekja athygli á sjálfum sér með því að senda harðort bréf á foreldra barna, skólastjórnendur, kennara og fjölmarga fleiri aðila til þess að vara þá við bólusetningum sem börnum bjóðast nú vegna COVID-19. Fyrir hönd samtaka sem kölluð eru „Ábyrgð og frelsi“ eru kennarar meðal annars spurðir hvort þeir ætli að bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt fer á versta veg,“ skrifar Björn Ingi og bætir við.

Aldrei neinar lausnir hjá Arnari Þór

„Hér skal skorað á varaþingmanninn og lögmanninn Arnar Þór Jónsson að láta börnin okkar í friði og hætta að skapa ótta í samfélaginu og veikja tiltrú á vísindi og framfarir í læknavísindum. Það er foreldra hvers og eins barns að ákveða hvort bólusetning verður þegin. Þar verða allir að eiga við sína samvisku, taka mið af heilsufarslegu ástandi barnsins síns og ráðgjöf okkar færustu sérfræðinga og því sem aðrar þjóðir eru að gera. Þar vegna milljón sinnum þyngra hollráð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og sérfræðinga um allan heim, en varaþingmanns og fyrrverandi dómara sem gagnrýnir allar ráðstafanir okkar í faraldrinum en segir aldrei sjálfur hvaða aðferðum ætti frekar að beita. Þetta er maðurinn sem vill ekki að smitaðir séu í einangrun, vill að fólk hafi frelsi til að smita aðra og efast um réttmæti PCR-prófa þótt þau séu mælikvarða allra landa sem við berum okkur saman við, til að meta smit eða ekki smit. Hvernig haldið þið að ástandið í faraldrinum væri, ef við hefðum hlustað á þetta?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“