Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um mann sem var að áreita fólk í verslun í Kópavogi. Þegar lögreglan kom á vettvang ók hann á brott og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Honum var veitt eftirför um Kópavog og inn í Hafnarfjörð. Að lokum var naglamotta notuð til að stöðva akstur mannsins.