Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Ráðhúsið ráðgjafar og Tölvísi gerðu fyrir Fréttablaðið. Samkvæmt niðurstöðunum eru 70,5% hlynnt bólusetningum barna en 14,4% eru því andvíg. 11,2% hafa ekki skoðun á málinu.
Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar eftir kyni sést að konur eru eilítið hlynntari bólusetningum barna en karlar en 71,2% kvenna eru þeim hlynntar en 69,6% karla. Karlar eru líklegri til að vera andvígir en 17,9% þeirra sögðust vera andvígir en 11,8% kvenna.
Mesti munurinn er þegar niðurstöðurnar eru greindar eftir aldri svarenda. Fólk á aldrinum 18 til 34 ára er síst hlynnt bólusetningum barna en 61,2% þeirra eru hlynnt þeim en í aldurshópnum 35 til 54 ára eru 70,5% hlynnt þeim og hjá fólki 55 ára og eldri eru 72,6% hlynnt þeim.
Mesta andstaðan er á meðal 35 til 54 ára en 19,5% fólks í þeim hópi er andvígt bólusetningum barna. Hjá fólki á aldrinum 18 til 34 ára eru 10,2% á móti og það sama á við um fólk 55 ára og eldra.
Könnunin var gerð í desember og janúar og svöruðu 639 manns.