fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Launabónus fyrir þá sem fá vini eða ættingja til að vinna á leikskóla – „Tupperware píramída hvatning“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 7. janúar 2022 15:27

Haraldur Freyr og Dagur B. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að leggja 20 milljónir króna í stuðning við leikskóla varðandi ráðningar- og mannauðsmál.

Þar af er gert ráð fyrir að fimm milljónir fari í verkefnið „Vertu með!“ sem felst í að hvetja starfsmenn leikskóla til að fá vini og ættingja til starfa í leikskóla. Verkefnið verði í gangi út mars. Ef starfsmaður fær vin eða ættingja til starfa í leikskóla fær viðkomandi starfsmaður 75.000 kr. launaauka. Launaaukinn kemur þegar þriggja mánaða ráðningarsamband hefur átt sér stað.

Ekki líklegt til að ráðast að rót vandans

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, gefur lítið fyrir þessa nýstárlegu hugmynd.

„Sú tillaga að búa til Tupperware píramída hvatningu vegna ráðninga starfsfólks í leikskóla er langt því frá líkleg að ráðast á rót vandans,“ segir Haraldur í skriflegu svari til DV.Hann bendir á að stærsta verkefni sveitarfélaga sé að fjölga leikskólakennurum og hafi verið lengi „Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hefur aukið á vandann, aukið mönnunarþörf og hægt á hlutfallslegri fjölgun leikskólakennara þrátt fyrir mikla fjölgun í leikskólakennaranámi undanfarin ár,“ segir hann.

Haraldur vekur athygli á því að starfsfólki við uppeldi og menntun í leikskólum hefur fjölgað um 3000 í 6000 á árunum 1998-2019. „Félag leikskólakennara þreytist ekki að benda á að of hraður vöxtur leikskólastigsins er helsta ástæða þess að ekki hefur tekist að fjölga leikskólakennurum hlutfallslega á þessu tímabili. Sveitarfélögin verða að fara að taka þau varnaðarorð alvarlega,“ segir Haraldur.

Einingar fyrir fleiri en kennaranema

Í tillögu borgarstjóra segir að verið sé að fjölga leikskólarýmum sem kalli á aukinn mannafla. Því þurfi að gera meira en í meðalári til að styðja leikskóla í ráðningar- og mannauðsmálum. Verkefnið sé tvíþætt, annars vegar að vekja athygli á störfunum og laða að fleiri umsækjendur. Hins vegar að hlúa að starfsumhverfinu og draga þannig úr starfsmannaveltu.

Auk þessarar 75 þúsund króna greiðslu fyrir þá sem fá vini eða ættingja til starfa er til að mynda lagt til að fara af stað með umfangsmikla auglýsingaherferð fyrir leikskólana, bæta lendingarsíðu þar sem störf borgarinnar eru auglýst og að unnið verði að því að störf háskólanema á leikskólum geti nýst sem einingar í fleiri greinum en eingöngu í kennaranámi.

Mikilvægasta starf í heimi

Sanna Magdalena Mörtudóttir, áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins, var ekki hrifin af þessum tillögum og sagði í bókun: „Ekki hefur gengið að ráða í allar stöður á leikskólum borgarinnar og í stað þess að ráðast að rót vandans á láglaunavinnustöðum; launakjörum og starfsaðstæðum leggja borgaryfirvöld m.a. til nýja auglýsingaherferð og að starfsfólk sem fái vin eða ættingja til starfa í leikskóla fái 75.000 kr. launaauka. Það verður að horfast í augu við rót vandans og skoða raunverulegar ástæður þess af hverju illa gengur að ráða fólk til starfa á leikskólum en ekki setja það á herðar starfsfólks að fá nýja inn.“

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Í bókuninni benti hún á að það væri sama hversu mikið væri auglýst þá stæði eftir sú staða að ekki sé mikið greitt fyrir störf á leikskólum. „Starfsfólk leikskólans ætti að fá launaauka fyrir að vinna mikilvægasta starf í heimi eins og auglýsingaherferðir hafa sannarlega bent réttilega á. Starfsfólk leikskóla hefur verið undir miklu álagi, hefur þurft að hlaupa hratt og sinna miklu undir álagi, sérstaklega þegar áhrifum COVID er bætt ofan á. Fulltrúi sósíalista sér ekki hvernig það að koma á launaauka sem sumir fá og aðrir ekki fyrir að útvega starfsfólk, sé til þess að bæta stöðuna. Það er á ábyrgð borgarinnar að manna stöður, ekki á að færa þá ábyrgð á starfsfólk leikskóla,“ sagði í bókun Sönnu.

Tillögu borgarstjóra í heild sinni má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“