fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Hilmar lenti í „því sem enginn vill lenda í“ – Ekur nú um og leitar að óprúttna aðilanum

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. janúar 2022 11:30

Hilmar Ögmundsson og bíllinn hans sem stolið var í Kópavoginum í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Var að lenda í því sem enginn vill lenda í,“ segir Hilmar Ögmundsson, ráðgjafi hjá fjármálaráðuneyti Grænlands, í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en bíl hans var stolið fyrir utan heimili hans Kópavoginum. Vísir fjallaði um málið fyrr í dag.

Hilmar segir í færslunni að hann hafi sett bílinn í gang, farið inn að ná í börnin og þá hafi ungur maður verið kominn í bílinn og verið við það að keyra af stað.

„Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir hann og biður fólk að hafa augun opin fyrir dökkbláum Peugeot 407 station með bílnúmerið LV-963.

Í samtali sínu við Vísi sagði Hilmar að lögreglan hafi verið fljót að bregðast við og að hún hafi séð bílinn á Fífuhvammsvegi í Kópavogi á myndavélum hjá sér.

DV ræddi við Hilmar vegna málsins en hann segir að þrátt fyrir að bíllinn hafi sést á myndavélunum þá sé hann enn ekki fundinn. Hann segir að bíllinn hafi síðast sést vera í leiðinni að Reykjavík en svo hafi hann ekki farið framhjá fleiri myndavélum.

Hilmar er þessa stundina að aka sjálfur um höfuðborgarsvæðið í von um að hann finni bílinn og óprúttna aðilann sem stal honum, það sé betra en að sitja heima og bíða eftir að eitthvað gerist. „Þetta er eins og að leita að nál í heystakki,“ segir hann í samtali við DV en hann vonast þó til þess að eitthvað komi upp úr leitinni.

Mynd: Hilmar Ögmundsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Staðfesta komu Asensio
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðbjörg segir að koma leðurblökunnar hingað til lands veki ýmsar spurningar

Guðbjörg segir að koma leðurblökunnar hingað til lands veki ýmsar spurningar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið