fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Harma óviðeigandi „lækið“ og lýsa yfir stuðningi við þolendur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 7. janúar 2022 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við þolendur kynferðisofbeldis.

Eins og DV greindi frá fyrr í dag hafa nokkrar konur ýmist sagt sig úr FKA eða lýst því yfir að þær ætli að gera það eftir að formaðurinn, Sigríður Hrund Pétursdóttir, gerði „læk“ við yfirlýsingu fjölmiðlamannsins Loga Bergmann á Facebook þar sem hann lýsti sig saklausan af ásökunum um kynferðisofbeldi.

Heitar umræður sköpuðust í kjölfarið innan lokaðs hóps félagskvenna FKA og þótti mörgum óforsvaranlegt að formaður félagsins tæki opinbera afstöðu með manni sem sé sakaður um að hafa farið yfir mörk konu. Sigríður fjarlægði í kjölfarið lækið og útskýrði að fyrir henni hefði það þýtt að hún hefði lesið færsluna, frekar en yfirlýsing um stuðning.

Sjá einnig: Segja sig úr Félagi kvenna í atvinnulífinu eftir að formaðurinn setti „læk“ við færslu Loga – Umræðunni eytt án skýringa

Nú hefur FKA gefið frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Sigríður harmi lækið, það hafi verið óviðeigandi. Félagið standi með þolendum og vilji þakka þeim sem séu að berjast fyrir betra samfélagi fyrir.

„Það er skýrt í huga stjórnar FKA að mikilvægar, djarfar, þörf og á löngum köflum sársaukafullar breytingar eru að eiga sér stað í samfélaginu. Vill stjórn FKA senda frá sér stuðningsyfirlýsingu að gefnu tilefni við þolendur kynferðisofbeldis og þakkir til þeirra sem ryðja brautir.“

Yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan.

STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ ÞOLENDUR KYNFERÐISOFBELDIS

Stjórn FKA vill koma á framfæri stuðningi sínum við þolendur, þá hugrökku einstaklinga sem stíga fram og þökkum til þeirra sem breyta samfélaginu til batnaðar.

Við erum ólíkar konur úr öllum áttum í Félagi kvenna í atvinnulífinu og hefur FKA verið leiðandi hreyfiafl í rúma tvo áratugi.

Það er raunveruleiki þarna úti sem sameinar konur og öllum ljóst að forgjöf samfélagshópa er ólík. Formaður félagsins, Sigríður Hrund Pétursdóttir, harmar að hafa verið með endurgjöf á færslu á samfélagsmiðlum sem hún síðan dró til baka. Í krafti stöðu sinnar sem formaður FKA er og var þetta merkingarbært og óviðeigandi að öllu samanlögðu.

Það er skýrt í huga stjórnar FKA að mikilvægar, djarfar, þörf og á löngum köflum sársaukafullar breytingar eru að eiga sér stað í samfélaginu. Vill stjórn FKA senda frá sér stuðningsyfirlýsingu að gefnu tilefni við þolendur kynferðisofbeldis og þakkir til þeirra sem ryðja brautir.

Hugur okkar er hjá fólki sem finnur til og á um sárt að binda.

Virðingafyllst!

Stjórn og framkvæmdastjóri FKA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi