Helgi Sig, umdeildur skopmyndateiknari Morgunblaðsins, hefur ákveðið að hætta að teikna myndir fyrir blaðið. Kjarninn greinir frá þessu.
Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sú að hann hefur verið beðinn um að tóna sig niður í myndtjáningu sinni og tvisvar verið beðinn um að skila annarri mynd.
Myndir Helga um Covid og bólusetningar hafa meðal annars vakið gagnrýni. Mynd þar sem deilt var á mannréttindabaráttu trans fólks vakti einnig harða gagnrýni.
Í sumar birti DV samantekt um umdeildar myndir Helga Sig og má lesa hana hér.
Uppfært: Í samtali við Fréttablaðið vísar Helgi á bug fregnum um að hann sé hættur að teikna fyrir Morgunblaðið. „Ég veit ekkert hvað þau eru að skálda þarna og get ekki tekið ábyrgð á því sem þau eru að búa til,“ segir Helgi Sig í samtali við Fréttablaðið. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um atvinnumál sín.