fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Ásgeir pantaði álitsgerð til að hreinsa sig af ásökunum um ritstuld – „Þungar ásakanir eru lagðar fram gegn æru minni og persónu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 18:30

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn hafa undanfarnar vikur sakað Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld. Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur heldur því fram að Ásgeir hafi stuðst við rit sitt um sögu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við ritun síns hluta af skýrslu rannsóknarnefndar Aþingis um aðdraganda fjármálahrunsins, án þess að geta heimilda, en enn meira hefur kveðið að ásökunum rithöfundarins og fræðimannsins Bergsveins Birgissonar um að Ásgeir hafi nýtt sér hugmyndir er hann setti fram í ritinu Svarti víkingurinn í nýrri bók Ásgeirs, Eyjan hans Ingólfs.

Ásgeir leitaði til Helga Þorlákssonar prófessors sem skrifaði nokkurra blaðsíðna álitsgerð um málið þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að Ásgeir hafi ekki gerst sekur um ritstuld gagnvart Bergsveini. Ásgeir birti álitið á Facebook-síðu sinni og fylgir henni þar úr hlaði með eftirfarandi orðum:

„Nú um mánaðarskeið hef ég legið undir þungum ásökunum um umfangsmikinn ritstuld – eða öllu heldur hugmyndastuld – í tengslum við útgáfu bókar minnar Eyjan hans Ingólfs. Þessar ásakanir voru settar fram í greinargerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Í blaðaviðtölum í framhaldi varaði hann íslensku þjóðina við bók minni.

Þegar svo þungar ásakanir eru lagðar fram gegn æru minni og persónu – skiptir miklu máli hvernig svarað er. Ég leitaði því til þess manns núlifandi sem verður að telja einna fróðastan í sögu landnámsaldar hérlendis – það er til Helga Þorlákssonars prófessors emeritus í sagnfræði.“

Niðurlag álitsgerðar álitsgerðar Helga er eftirfarandi:

„Í framhaldi af þessu koma þung orð Bergsveins um „ritstuld“ og „þjófnað“ Ásgeirs, hvernig hann hafi „stolið og rangfært“. Bergsveinn telur ekki að Ásgeir taki orðrétt upp eftir sér en að ritstuldurinn sé hugmyndastuldur og honum hafi því borið að vísa til LSV. Hér hefur verið leitt í ljós að Ásgeir hefur ekki nýtt sér hugmyndir frá Bergsveini, amk. ekki í dæmunum sem Bergsveinn rekur. Hugmyndirnar geta eins verið komnar annars staðar frá. Efnisleg tengsl við rit Bergsveins eru ekki eins mikil og hann lætur. Rit Ásgeirs er á sinn hátt fræðirit en ekki á sérsviði hans í hagfræði heldur er viðfangsefni hans landnámið og meginheimildin um það, Landnáma. Ásgeir hefur kynnt sér hana sem leikmaður, ber ekki við að ræða gerðir hennar fræðilega en slær föstu að hana megi nýta betur en gert hafi verið um landnámið. Hér er litið svo á að nálgun Ásgeirs sé þannig vaxin að hann hljóti að hafa frjálsar hendur um það hvenær hann vísar til rita. Kenningar og tilgátur um Ísland sem veiðistöð og rostungsveiðar við upphaf landnáms eru svo þekktar og viðurkenndar að eðlilegt er að Ásgeir vísi ekki sérstaklega í rit um þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna