fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Flest sem leggjast inn á gjörgæslu óbólusett

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur fór yfir stöðu mála á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar kom meðal annars fram að flestir sem leggjast inn á gjörgæslu vegna COVID-19 hafa ekki þegið bólusetningu:

„Það er nokkuð ljóst að útbreiðslan hefur verið áfram í töluverðum vexti hér í landi eins og í öðrum löndum. Síðastliðinn sólarhring greindumst um 1070 smit innanlands og 164 á landamærum.“

Af þeim sem greindust var tæplega helmingur í sóttkví, eða um 43 prósent og segir Þórólfur það merki um að veiran finnist víða í samfélaginu. Flestir sem eru að greinast um þessar mundir eru að greinast með Ómíkrón afbrigði en um hundrað greinast á dag með Delta-afbrigðið.

Innlögnum á sjúkrahús heldur áfram að fjölga. Þeir sem hafa lagst inn á gjörgæslu undanfarið eru flestir með Ómíkrón afbrigðið og nánast öll óbólusett.

Þórólfur segir óvíst hvort að hámarki þessarar bylgju hafi verið náð en það muni skýrast á næstu dögum. Nú hafi rannsóknir bent til þess að Ómíkrón sé 30-50 prósent ólíklegra til að valda alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði veirunnar, en engu að síður þurfi áfram að gæta að stöðunni og veita sóttvörnum.

Hins vegar sé það nú til skoðunar, í ljósi fjölda smita og þeirra fjölmörgu sem nú eru í sóttkví, að létta sóttkví fyrir þá sem hafa verið þríbólusettir. Ætlar Þórólfur að kynna þær hugmyndir nánar síðar í vikunni.

Ljóst sé að bólusetning, einkum eftir örvunarskammt, verndi gegn alvarlegum veikindum og gagnvart Delta-afbrigðinu þá sérstaklega.

Hvetur Þórólfur foreldra til að mæta með börn sín í bólusetningu, en bólusetningar barna eru þegar hafnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna