Fyrsta meiðyrðamál tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem er hvað þekktastur sem Ingó veðurguð, átti að vera tekið fyrir í héraðsdómi næstkomandi föstudag en því hefur verið frestað vegna sóttkvíar lögmanns í málinu.
Málið er höfðað gegn Sindra Þór Hilmari-Sigríðarsyni, markaðsstjóra hjá Tjarnarbíó og aktívista, og er byggt á kröfubréfi sem Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sendi í júlí en Vilhjálmur var þá lögmaður Ingólfs.
Auður Björg Jónsdóttir, núverandi lögmaður Ingólfs, segir í samtali við RÚV, sem greindi fyrst frá, að ekki sé búið að þingfesta fleiri stefnur. Sindri var ekki sá eini sem fékk kröfubréf frá Ingólfi, alls voru kröfubréfin 5 og samtals var krafist 14 milljóna íslenskra króna.
Auk Sindra fengu þau Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi og þjálfari, Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og meðlimur Öfga Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV.