fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Martröð í Mosó: Sagður hafa strokið 13 ára stúlkubarni með óviðeigandi hætti – Geymdi riffil og skotfæri í ólæstu svefnherberginu

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 11:45

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefu mánaða gömul ákæra héraðssaksóknara gegn karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn barni og vopnalagabrot verður senn tekin fyrir af dómstólum. Brotin eru sögð hafa átt sér stað aðfaranótt laugardagsins 12. október 2019, en ákæra í málinu var gefin út í febrúar á síðasta ári.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er maðurinn sagður hafa í tvígang farið með hönd undir teppi sem 13 ára stúlka hafði yfir sér og strokið henni um læri og rass. Stúlkan var gestur á heimili ákærða þar sem hún gisti í sófanum í stofu íbúðar mannsins.

Þá greinir frá því í ákæru að lögregla hafi þetta sama kvöld fundið Savage Mark II riffil og skotfæri í þann riffil í opnum skáp í ólæstu svefnherbergi, og er maðurinn vegna þess ákærður fyrir vopnalagabrot. Í vopnalögum segir að geyma eigi skotvopn og skotfæri í aðskildum læstum hirslum. Þá segir jafnframt í lögunum að ráðherra megi setja strangari reglur og skilyrði um geymslu skotvopna þegar tilteknum fjölda skotvopna er náð. Sú reglugerð skyldar þá byssueigendur sem eiga fjögur skotvopn eða fleiri til þess að hafa læstan byssuskáp að tiltekinni gerð, veggfastan með tilteknum hætti, undir skotvopn sín.

Algengt virðist vera að eigendur skotvopna telji sig ekki þurfa að geyma vopnin sín í læstum hirslum nema þá að eiga fjórar byssur eða fleiri. Þann útbreidda misskilning hefur lögreglan ítrekað reynt að leiðrétta.

Brotaþoli í málinu gerir kröfu um að maðurinn greiði sér 600 þúsund krónur í miskabætur. Saksóknarar í málinu krefjast þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar sem af málinu hlýst.

Málið verður tekið til aðalmeðferðar þann 10. janúar næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“