fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Glæpamenn hafa hótað að leka gögnum frá Strætó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 13:23

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðilar sem réðust á netkerfi Strætó í desember komust yfir gögn og upplýsingar hjá fyrirtækinu, en að sögn upplýsingafulltrúa Strætó bendir ekkert til að þeir hafi misnotað þessar upplýsingar né geti það. Glæpamennirnir hafa reynt að kúga fé út úr Strætó og hótað því að leka gögnunum en Strætó hefur ekki beygt sig fyrir fjárkúgununum.

Þetta kemur fram í tillkynningu frá upplýsingafulltrúa Strætó, Guðmundi Heiðari Helgusyni.

Upplýsingarnar sem glæpamennirnir komust yfir varða bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólk fyrirtækisins, sem og umsækjendur um störf. Tilkynning Strætó um málið er eftirfarandi:

„Líkt og komið hefur fram í fréttum varð Strætó fyrir fjandsamlegri netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í kerfi Strætó og afrita gögn og upplýsingar sem þar eru að finna. Viðkomandi árásaraðilar hafa krafið Strætó um greiðslu en hótað því að leka viðkomandi gögnum verði Strætó ekki við kröfum árásaraðilanna. Í samræmi við leiðbeiningar netöryggissveitar Íslands mun Strætó ekki verða við slíkum kröfum. Rannsókn málsins stendur enn yfir og gripið hefur verið til umfangsmikilla ráðstafana til að loka á aðgang umræddra aðila og takmarka áhrif á réttindi og frelsi þeirra einstaklinga sem Strætó vinnur upplýsingar um. Persónuvernd hefur verið tilkynnt um málið og er Strætó í stöðugum samskiptum við stofnunina vegna þess. 

Í þeim kerfum Strætó, sem árásaraðilarnir hafa fengið aðgang að, má finna upplýsingar um fyrrverandi og núverandi starfsfólk Strætó sem og umsækjendur um störf, erindi og fyrirspurnir frá almenningi sem sett hafa sig í samband við Strætó, tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka sem og afrit af hljóðupptökum símtala. Nánari tilgreiningu á tegundum persónuupplýsinga og þeim flokkum einstaklinga sem um ræðir má finna á heimasíðu Strætó, www.straeto.is.    

Ekkert bendir til þess að árásaraðilarnir hafi eða geti misnotað þær upplýsingar sem um ræðir en ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar verði birtar opinberlega af hálfu umræddra aðila. Strætó harmar að þessi innrás hafi átt sér stað og unnið er hörðum höndum við að klára rannsókn málsins og munu uppfærðar upplýsingar birtast á heimasíðu Strætó, eftir því sem rannsókninni miðar áfram.  

Nánari upplýsingar um öryggisbrest þennan veitir persónuverndarfulltrúi Strætó, Sigurður Már Eggertsson, í gegnum netfangið personuvernd@straeto.is.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
Fréttir
Í gær

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad