fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Getur gosið án fyrirvara á Reykjanesi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 06:59

Gos í Fagradalsfjalli. Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu daga hefur verið lítið um jarðskjálfta á Reykjanesi miðað við vikurnar á undan. En þetta getur alveg eins verið svikalogn segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Við eigum alveg eins von á eldgosi án fyrirvara, úr því sem komið er,“ er haft eftir henni.

Hún sagði að jarðvísindamenn fylgist náið með framvindu mála og þá ekki síst í ljósi þess að upptök skjálftavirkninnar séu við yfirborðið, á um tveggja kílómetra dýpi, í námunda við efstu lögin sem jarðhræringar geta átt sér stað í.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í bergfræði og eldfjallafræði við Háskóla Íslands, sagði að atburðarásin á síðustu dögum síðasta árs væri endurtekningu frá því sem gerðist í skjálftavikunum í mars á síðasta ári en þær reyndust aðdragandi þess að gos hófst 19. mars. Líklegt sé að þessi endurtekning sé fyrirboði þess sem koma skal því eldgosahrina sé hafin á svæðinu eftir 800 ára hlé. „Atburðarásin núna er svipuð og fyrir ári – og líkur benda til þess að svona verði þetta næstu árin, það skiptist á skjálftahrinur í nokkrar vikur, lítil eldgos sem vari í nokkra mánuði og svo komi eitthvert hlé á undan næstu hrinu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi