Karlmaður á sjötugsaldri lést á Landspítalanum í gær af völdum Covid-19. Landspítalinn greinir frá andlátinu í tilkynningu sem birt var á vef spítalans.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið óbólusettur.
30 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 56 ár. Átta eru á gjörgæslu, fimm þeirra í öndunarvél.
8.511 sjúklingar eru nú í COVID göngudeild spítalans, þar af 1.961 barn.
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 285 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.