fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Vítalía sakar þjóðþekkta menn um alvarleg brot gegn sér – „Ég horfi í augun á honum og ég er við það að gráta“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 14:59

Vítalía Lazareva - Skjáskot úr Eigin Konum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vítalía Lazareva er nýjasti viðmælandi Eddu Falak í hlaðvarpinu Eigin konur. Í þættinum opnar Vítalía sig um ástarsamband sem hún var í með 48 ára gömlum giftum manni í rúmt ár en maðurinn sem um ræðir er þjóðþekktur. Hún segir manninn hafa brotið á sér ásamt vinum sínum í sumarbústaðarferð og opnar sig um það í þættinum.

Í upphafi þáttarins segir Vítalía frá því hvernig samskipti hennar og mannsins byrjuðu en þau kynntust í ræktinni. „Ég var búin að vera að æfa á þessum stað mjög lengi. Hann er náttúrulega að vinna þarna, ég kynnist honum bara þar. Ég ætla ekki að ljúga, ég er sú sem sendi honum Instagram skilaboð fyrst. Það sem ég sendi er bara að ég spurði hvort það væri laust í þjálfun. Þannig byrjuðu okkar samskipti en þegar það byrjar fer það fljótt að rúllast áfram, það verða fljótt tiltölulega öðruvísi samskipti en bara um þjálfun,“ segir hún.

„Ég er á þessum tíma einhleyp. Hann vissi alveg af því og hann sagði alveg líka við mig að hann væri ekki einhleypur. Eins og ég sagði líka þegar ég kom fyrst fram, ég er ekki saklaus. Ég er ekkert að segja það, ég er að tala við mann sem er þarna giftur og ég veit það.“

Vítalía segir samband sitt og mannsins hafa byrjað hratt og að þau hafi náð vel saman. „Ég verð að viðurkenna það að ég hugsaði hvað þetta væri næs ef hann væri á mínum aldri. Því þetta var manneskja sem ég gat bara deilt öllu með, við vorum sammála um svo mikið og svo deilum við svo miklu, ræktinni og fitness,“ segir hún.

„Svo erum við bara að spjalla, um allt og ekkert. Svo erum við bara búin að vera að spjalla í einhverja 420 daga „straight“. Við töluðum um allt bara, ég fór erlendis í mánuð, ég talaði við hann alla daga á meðan ég var erlendis. Hann fór hingað og þangað, hitti fjölskylduna sína og slíkt, og við vorum í sambandi alltaf, það leið ekki einn dagur þar sem við vorum ekki í sambandi. Við vorum að hittast mjög reglulega, hann kom oft heim til mín, við fórum oft á einhverja staði, hótel og slíkt. Það er ekki til eitthvað meðaltal en tvisvar, þrisvar í viku kannski. Við fórum í kaffihús, hittumst í bílnum, það var ýmislegt sem var gert.“

Vítalía og Edda ræða um aldursmuninn á manninum og Vítalíu en hann er tvöfalt eldri en hún. „Hann er náttúrulega frægur einstaklingur í samfélaginu, hann er giftur maður, hann er miklu eldri. Valdaójafnvægið er strax orðið svo mikið að það er bara hægt að líta á þetta á eina vegu,“ segir Edda.

„Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt er að fara yfir“

Fljótlega víkur samtalinu að sumarbústaðarferðinni. „Ég mæti þarna mjög seint, ég mæti eftir vinnu, ég var að vinna þetta kvöld til miðnættis. Það hafa verið alls konar sögur um að ég hafi mætt þangað full jafnvel og slíkt, það er annað mál en það er hægt að afsanna það allt saman,“ segir Vítalía.

„Það eru allir þarna búnir að vera í bara góðum málum, vinirnir saman í sumarbústað og allt í rólegheitunum. Ég mæti þarna og einstaklingurinn sem ég er að mæta fyrir, hann er fyrstur til að afklæðast og hann fer ber í pottinn og segir bara: „Heyrðu Vítalía viltu koma með mér í pottinn?“ og ég segi við þessa vini hans, sem ég þekki bara nánast ekki neitt, „bara heyrðu væruði til í að segja honum að fara í föt, mér finnst þetta óþægilegt“. Þarna er ég nýkomin og það er verið að bjóða manni í einhvern pott. Ég fer ekki ber næstum því strax og hann er búinn að vera í pottinum lengi einn, býst ég við í klukkutíma. Það er erfitt að vera með tímalínu á þessu, það veit enginn nákvæmlega fyrir víst hvað tíminn var eða neitt slíkt, en hann var í pottinum einn í einhvern ákveðinn tíma. Svo bara er ákveðið að fara öll saman í pottinn, ég segi líka bara „förum öll saman í pottinn“. Því ég á alveg vini sem ég hef farið með í pottinn og þá er ekkert verið að gera neitt svona í pottinum. Það á alveg að vera hægt án þess að það sé vesen.“

Fljótlega voru þau öll saman nakin í pottinum, Vítalía og þessir fjórir menn. „Þetta er í rauninni bara orðinn nektarpottur áður en maður veit af. Ég veit í rauninni ekki af hverju þetta var svoleiðis, svona var þetta bara, einn einstaklingur var nakinn og þá eru bara hinir naktir. En þó svo að þetta sé nektarpottur þá er það ekki afsökun fyrir því að það sé verið að fremja brot eða slíka hluti í pottinum. Það er alveg skýr lína býst ég við að ætti að vera þarna á milli.“

Vítalía segir að í heita pottinum hafi maðurinn og vinir hans brotið á henni. Hún segir til að mynda að puttum hafi verið troðið í hana og að þetta hafi farið langt yfir öll mörk. „Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt er að fara yfir,“ segir hún.

„Fólk er held ég ekki að átta sig á því hversu stórt þetta var. Margir til dæmis halda að þetta hafi „bara“ verið eitthvað þukl. Þetta fór alveg yfir öll mörk.

Þá er aldursmunurinn á Vítalíu og mönnunum aftur ræddur. „Þessir menn eru allir eldri en foreldrar mínir. Hann er yngstur í þessum vinahóp. Þeir eiga börn á mínum aldri þannig þetta eru töluvert eldri menn.“

„Ég horfi augun á honum og ég er við það að gráta“

Í þættinum talar Vítalía um það þegar upp var að komast um framhjáhaldið. „Það var að komast út í kosmósinn að hann var ekkert viðstaddur allar golfferðirnar,“ segir hún.

Þegar hún var með manninum í golfferð í september í fyrra var hún ásamt honum á hótelherbergi þegar vinur hans kemur á hótelherbergið. Vítalía segir að vinurinn sem um ræðir sé einnig þjóðþekktur og að hann sé oft í sjónvarpinu.

Hún segir manninn hafa leyft vini sínum að gera kynferðislega hluti við sig gegn því að hann segi ekki frá framhjáhaldinu. „Hann er bara með okkur, ef hann ætlar einhvern tímann að kjafta þá er hann kominn undir strætóinn líka,“ segir hún að hugsunin hafi verið hjá manninum.

„Ég horfi framan í hann þegar vinur hans er að fara niður á mig og ég á að fara niður á hann, ég horfi framan í augunum á honum og ég er við það að gráta og segi „ég vil ekki meira, viltu plís hætta þessu“. Hann segir „Vítalía þetta er alveg að verða búið, ég er með þér, þetta verður allt í lagi“.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan:

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít