fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

UPPFÆRT – Myllan felld að lokum – Staðan 5-1 í lok leiks

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 19:20

Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UPPFÆRT – í allan dag hefursprengjusveit Landhelgisgæslunnar reynt að fella vindmyllu í Þykkvabæ sem varð fyrir miklu tjóni í bruna. Það tókst loks eftir sjöttu sprenginguna, en markmiðið var að gera það í fyrstu.

Ástæðan fyrir öllu veseninu var að sögn Vísis sú að stálið í myllunni virðist hafa verið þykkara en gert var ráð fyrir. Myllunni var lýst sem merkilega miklu ferlíki sem er sextíu metrar á hæð og mörg tonn að þyngd.

Myllan felld – Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2.

Talið var að myllan gæti valdið skaða í mjög vondu veðri. Hægt er að spyrja sig hvort miklar líkur hafi verið á því þar sem myllan stóð af sér ansi margar sprengingar.

Á samfélagsmiðlum hafa netverjar gert gys að atburðarrás dagsins og birt myndbönd af áhrifalitlum sprengingunum. Þeir sem vilja taka þátt í umræðum um mylluna er bent á myllumerkið #vindmyllan.

Líta má svo á að staðan sé nú 5-1 fyrir myllunni, en sprengjusveitinni tókst að minnka muninn í lok kvölds.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hafa fylgst með myllunni frá hádegi í dag. Því sendir Ritstjórn DV kollegum sínum sem hafa staðið vaktina í skítakulda allan liðlangan daginn samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“