UPPFÆRT – í allan dag hefursprengjusveit Landhelgisgæslunnar reynt að fella vindmyllu í Þykkvabæ sem varð fyrir miklu tjóni í bruna. Það tókst loks eftir sjöttu sprenginguna, en markmiðið var að gera það í fyrstu.
Ástæðan fyrir öllu veseninu var að sögn Vísis sú að stálið í myllunni virðist hafa verið þykkara en gert var ráð fyrir. Myllunni var lýst sem merkilega miklu ferlíki sem er sextíu metrar á hæð og mörg tonn að þyngd.
Talið var að myllan gæti valdið skaða í mjög vondu veðri. Hægt er að spyrja sig hvort miklar líkur hafi verið á því þar sem myllan stóð af sér ansi margar sprengingar.
Á samfélagsmiðlum hafa netverjar gert gys að atburðarrás dagsins og birt myndbönd af áhrifalitlum sprengingunum. Þeir sem vilja taka þátt í umræðum um mylluna er bent á myllumerkið #vindmyllan.
Sjitt maður pic.twitter.com/f51tA0hYgw
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 4, 2022
Hverskonar sprengjuefni er landhelgisgæslan að kaupa? pic.twitter.com/uDfpfIklBH
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 4, 2022
Strax byrjuð að skrifa niður hluti sem ég held að komi fram í skaupinu! #vindmyllan pic.twitter.com/imm2HUAq4G
— Agla Sól (@aglasolmh) January 4, 2022
#Vindmyllan MOOD pic.twitter.com/nnKHmR4Epg
— María Björk (@baragrin) January 4, 2022
Látum ekki eins og þetta sé ekki skemmtilegasta verkefni sem þessir gæjar frá Landhelgisgæslunni hafa nokkru sinni fengið í vinnunni. Ég er bara fjölmiðlakona og myndi samt elska að eyða 6 tímum í að sprengja risastórt mastur #vindmyllan
— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) January 4, 2022
Líta má svo á að staðan sé nú 5-1 fyrir myllunni, en sprengjusveitinni tókst að minnka muninn í lok kvölds.
Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hafa fylgst með myllunni frá hádegi í dag. Því sendir Ritstjórn DV kollegum sínum sem hafa staðið vaktina í skítakulda allan liðlangan daginn samúðarkveðjur.