fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Snilldarráðið sem fer sigurför um heiminn – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 06:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgjaldamesti mánuður ársins, fyrir flesta, er nýafstaðinn og hægt að anda rólega þar til eftir 10 til 11 mánuði þegar aftur kemur að útgjöldum vegna jólanna. En með einföldu ráði, sem fer sigurgöngu um netheima þessa dagana, er hægt að undirbúa sig fjárhagslega undir næstu jól (eða safna fyrir einhverju öðru) á einfaldan hátt. Með þessari aðferð er hægt að eiga 111.000 krónur „aukalega“ eftir 12 mánuði, eða auðvitað hærri eða lægri upphæð.

Á netinu gengur þessi sparnaðaraðferð undir heitinu „365 daga jólaáskorunin“. Hugmyndin er að maður leggi ákveðna upphæð til hliðar daglega til að safna fyrir næstu jól. Þetta gengur þannig fyrir sig að fyrsta dag mánaðarins leggur maður ákveðna upphæð fyrir, til dæmis 20 krónur. Daginn eftir eru það 40 krónur, þriðja daginn 60 krónur og svo koll af kolli, upphæðin hækkar sem sagt um 20 krónur á dag.

Ef miðað er við 30 daga að meðaltali í mánuði þá safnast 9.300 krónur í hverjum mánuði ef hækkunin á milli daga er 20 krónur. Það gera rúmlega 111.000 krónur á ári og munar nú um minna. Það er auðvitað hægt að nota hærri eða lægri upphæðir, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Í umræðum um þessa aðferð á samfélagsmiðlum segja sumir að þeir fari öfuga leið að þessu og byrji á að leggja hæstu upphæðina fyrir á fyrsta degi mánaðarins og lækki hana síðan eftir því sem líður á mánuðinn og leggi 20 krónur fyrir á síðasta degi mánaðarins. Þetta getur hjálpað sumum því þá finnst þeim ekki eins erfitt að ná endum saman í lok mánaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri