Veðurstofan gaf í morgun út gular viðvaranir fyrir hálendið, Suðurland, höfuðborgarsvæðið, Reykjanesskagann og Vesturland. Taka þær gildi aðfaranótt fimmtudags og gilda fram á miðjan dag.
Búist er við suðaustansudda 20-28 metrum á sekúndu víðast hvar og má gera ráð fyrir hviðum allt að 40 m/s við fjöll á Kjalarnesi, Snæfellsnesi og í Dölunum.
Líklega verður lítið ferðaveður og beinir Veðurstofan því til fólks að gæta varúðar og fylgjast með veðurspám.
Sjá nánar á vedur.is.