1.289 manns greindust með Covid-19 hér innanlands í gær samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á Covid.is. Það er næstmesti fjöldi sem hefur greinst á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst. Mesti fjöldinn greindist 30. desember í fyrra en þá greindust 1.556 manns.
Nú eru 8.641 í einangrun vegna veirunnar og eru 6.940 nú í sóttkví. Nýgengi á innanlandssmitum fer hækkandi, það er nú komið í 2.817,3. Nýgengi á landamærasmitum fer einnig hækkandi en það er nú 240,0.