fbpx
Laugardagur 28.september 2024
Fréttir

Erla telur helmingslíkur á því að ráðgátan um hvarf Geirfinns verði ráðin – „Það er ein­hver þarna úti sem veit meira en við hin“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 20:30

Geirfinnur Einarsson hvarf 19. nóvember 1974.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Geirfinnsmálinu, vann í dag áfangasigur í dómsal er úrskurður endurupptökunefndar í máli hennar var felldur úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mál hennar fer til endurupptökudóms til nýrrar meðferðar og þar verður kveðinn upp úrskurður um hvort skilyrði séu fyrir því að taka upp mál hennar aftur. Erla er eini sakborningurinn af sex sem hlutu dóma í málinu sem ekki hefur fengið mál sitt endurtupptekið. Aðrir sakborningar hafa verið hreinsaður af fyrri dómum sínum í málinu og eru sýkn saka.

Erla ræddi við Fréttavaktina á Hringbraut í kvöld og vefur Fréttablaðsins greindi frá því. Erla var spurð hvort líkur væru til þess að hvarf Geirfinns, sem hvarf í Keflavík að kvöldi 19. nóvember árið 1974, muni nokkurn tíma upplýsast. Erla sagði:

„Ég lít alltaf á það sem bara svona helmingslíkur. „Það er einhver þarna úti sem veit eitthvað meira en við hin um afdrif Geirfinns og reyndar Guðmundar líka. Sá sem það veit hefur ekki séð ástæðu til að stíga fram og upplýsa þjóðina um hvað var að gerast þarna, en mér þætti forvitnilegast að skyggnast inn í hugsanir þeirra rannsóknarmanna í Keflavík sem upphaflega rannsökuðu hvarf Geirfinns, til að komast að því hvað í ósköpunum var um að vera í Keflavík þetta kvöld og þessa nótt sem hann hvarf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungir Píratar skamma Andrés Inga – Bannstefna sé í ósamræmi við stefnu flokksins

Ungir Píratar skamma Andrés Inga – Bannstefna sé í ósamræmi við stefnu flokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stór eigandi í Högum harmar opnun áfengissölu Hagkaupa – „Sjóðurinn vill að þau fyrirtæki sem hann fjárfestir í sýni samfélagslega ábyrgð“

Stór eigandi í Högum harmar opnun áfengissölu Hagkaupa – „Sjóðurinn vill að þau fyrirtæki sem hann fjárfestir í sýni samfélagslega ábyrgð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var löghlýðinn borgari á Íslandi í tíu ár þar til hann ákvað að fremja stórfellt brot

Var löghlýðinn borgari á Íslandi í tíu ár þar til hann ákvað að fremja stórfellt brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn á símastulds- og byrlunarmálinu hætt

Rannsókn á símastulds- og byrlunarmálinu hætt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Evrópskir vinir Pútíns – Kínverjar geta líka treyst á þá

Evrópskir vinir Pútíns – Kínverjar geta líka treyst á þá