fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Eiginmaðurinn heldur bókhald yfir rifrildin – „Er þetta skilnaðarsök?“

Fókus
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 20:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aldrei gaman að rífast, en þó getur það átt sér stað á bestu bæjum og í bestu samböndum. Hins vegar eru líklega fáir að halda bókhald yfir slík atvik.

Kona nokkur leitaði til dálkahöfunda Dear Prudence eftir ráðum út af furðulegu háttarlegi eiginmannsins.

„Ég er gift mjög greindum og rólegum manni. Okkur semur vel. Ég er heimavinnandi móðir sem stendur og við eigum dásamlegt ungabarn. Ég, líkt og margar aðrar mærður, upplifi að framlag mitt til heimilisins sé ekki viðurkennt og það varð til þess að við hjónin rifumst um daginn. Þetta var ekkert sérlega hatrammt rifrildi en þegar hann fór í kjölfarið á fund skildi hann tölvuna eftir í gangi.“ 

Konan stóðst ekki mátið og kíkti á hvað væri opið í tölvunni og brá þá mikið.

„Það tók mig ekki langan tíma að finna þarna langan lista sem hann hefur haldið allt árið um hvert einasta rifrildi sem við höfum átt. Hann heldur bókhald um hlutina sem hann telur að ég hafi neytt hann til að gera, skipti þar sem hann er sannfærður um að hafa haft rétt fyrir sér… þetta er allt þarna. Allan þennan tíma margspurði ég hann hvort við værum góð og hann svaraði alltaf já – en svo er þessi listi.“ 

Konan segist ráðalaus. Hún hafi verið að snuðra og þannig fundið listann svo hún veit ekki hvernig hún að vekja máls á þessu við eiginmanninn.

„Það eru hlutir þarna sem ég hef alltaf verið óörugg með og sannfærði mig um að honum væri sama um. Ég er svo slegin út af þessu. Hvað á ég að gera? Er þetta skilnaðarsök?“ 

Dálkahöfundur svarar konunni og segist vel skilja að það hafi verið erfið reynsla að finna þennan lista. Það sé alltaf erfitt í samböndum að komast í gegnum fyrsta árið sem foreldrar og greinilega sé það leið eiginmannsins til að komast í gegnum þennan hjalla að halda þetta bókhald.

„Það er ekki svo slæmt. Hann var þér ekki ótrúr, hann baktalaði þig ekki, hann fjarlægði þig ekki af líftryggingunni sinni. Alveg eins og þú skrifaðir mér þetta bréf til að tjá þig um hvað liggur þér á hjarta þá skrifaði hann niður þá hluti sem honum liggur á hjarta. Ætti hann að upplifa svik bara því þú skrifaðir mér? Ég vona að þú sért ekki sammála því“

Dálkahöfundur segir að þetta hljómi eins og eins konar dagbók sem eiginmaðurinn sé að nota til að fá útrás fyrir tilfinningar sínar. En þetta sé vissulega merki um að hjónin þurfi að bæta samskipti sín.

Mögulega ættu þau að bóka sér tíma í hjónabandsráðgjöf bara til að ræða á hlutlausan hátt um þessa hluti og sjá hvort það megi eitthvað betur fara í samskiptunum.

„Það mikilvæga er að þú látir hann vita að það sé í lagi að ræða við þig þegar eitthvað er að naga hann. Og auðvitað ættir þú að geta gert það sama.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“