Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í 121 sjúkraflutning síðasta sólarhringinn ásamt því að fara í sex útköll með dælubíla.
Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að hæst hafi borið að eldur kom upp í sumarbústað við Elliðavatn. Bústaðurinn var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang og var tekin sú ákvörðun að láta hann brenna niður en vernda gróður í kring þar sem þetta er á vatnsverndarsvæði.