Á níunda tímanum höfðu lögreglumenn afskipti af manni í verslunarmiðstöð í Breiðholti. Hann er grunaður um þjófnað/hnupl. Hann reyndist vera eftirlýstur og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Í Árbæ var tilkynnt um eld í girðingu, sem er umhverfis ruslatunnur, á ellefta tímanum. Slökkvilið slökkti eldinn en tjón varð á girðingunni og ruslatunnum.
Á tíunda tímanum var tilkynnt um eld í ruslatunnu við Grasagarðinn. Slökkvilið slökkti eldinn.
Einn ökumaður var kærður í gærkvöldi fyrir að aka á móti rauðu ljósi og annar var kærður fyrir notkun farsíma á meðan á akstri stóð.
Á níunda tímanum var maður handtekinn á hóteli í Miðborginni en hann hafði verið á þvælingi um það en var ekki gestur þar. Við leit á honum fundust meint fíkniefni. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.
Á öðrum tímanum í nótt voru tvær konur handteknar á hóteli í Miðborginni en þær höfðu verið að slást. Þær eru grunaðar um líkamsárás, þjófnað og vörslu fíkniefna. Þær voru látnar lausar að loknum viðræðum á lögreglustöð.