Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hefur nú handtekið mann í rannsókn sinni á skotum á glugga íbúðarhúsa í Kórahverfinu og Hafnarfirði. Naut lögregla liðsinnis sérsveitarinnar við handtöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem er eftirfarandi:
„Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann í tengslum við rannsókn á hennar á málum sem tengdust því að skotið var á glugga nokkurra íbúðarhúsa í Kórahverfinu í Kópavogi auk eins í Hafnarfirði. Lögreglan naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra við handtökuna.
Lögreglan mun ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.“
Greint var frá því í byrjun desember að lögregla væri með til rannsóknar tvö tilvik þar sem skotið var á þrjár rúður í tveimur íbúðum fjölbýlishúsa í Kórahverfi að næturlagi. Húsráðendum var að sögn lögreglu verulega brugðið en taldi lögregla þá að loftbyssa hafi verið notuð við verknaðinn.
Sjá einnig:
Skotið á rúður í Kórahverfi – „Fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði“