fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Ólafur segir óbólusetta fólkið „setja þjóðfélagið á hliðina“ og Illugi tekur undir – „Ábyrgðarleysið gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum er algjört“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. janúar 2022 13:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Óbólusett fólk er aðalástæðan fyrir núverandi álagi á heilbrigðiskerfið, sem síðan leiðir til harkalegra smitvarna og tilheyrandi tekjutaps í mörgum atvinnugreinum. Að ekki sé talað um stórfellt rask í lífi tugþúsunda einstaklinga.“

Svona hefst pistill sem Ólafur Hauksson, sem starfar við almannatengsl, skrifar en í pistlinum hraunar hann duglega yfir þá sem hafna bólusetningu. Pistillinn birtist á Vísi undir yfirskriftinni „Óbólusetti fíllinn í herberginu“.

Ljóst er að óbólusettir einstaklingar eru að valda miklum ama í samfélaginu, til að mynda má benda á að af þeim sem lágu inni á gjörgæslu í gær voru 7 óbólusettir en aðeins einn bólusettur. Þar sem mikill meirihluti er bólusettur er hlutfall óbólusettra sem þurfa á aðhlynningu að halda mun hærri en hjá bólusettum.

Ólafur furðar sig á því hvers vegna ekki er gert meira til að sjá til þess að fleiri bólusetji sig, hann segir undarlega undanlátssemi ríkja í þjóðfélaginu gagnvart því ábyrgðarlausa fólki sem hafnar bólusetningu.

„Biðlað er til þess að láta bólusetja sig, en lítið meira. Hinir andsetnu andstæðingar bólusetninga eru hins vegar svo forhertir af hjarðheimskunni að þeir spyrna fótum bara fastar niður og kveikja í kyndlunum. Áhrifaríkara virðist að biðja fisk um að drekkja sér.“

„Ábyrgðarleysið gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum er algjört“

Ólafur segir áhrifafólk ekki telja það vera rétt að þvinga fólk til að láta bólusetja sig eða þá að því séu settar skorður fyrir þáttöku í daglegu lífi. „Í kurteisisskyni er óbólusettum því leyft að setja þjóðfélagið á hliðina,“ segir hann og bendir á að víða í heiminum er þolinmæðin gagnvart skemmdarverkum óbólusettra á þrotum.

„Búið er að taka af þeim réttinn til að sliga heilbrigðiskerfið. Í Austurríki hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu. Mjög víða þarf fólk að sýna vottorð um bólusetningu til að fá flestalla þjónustu, ferðast eða halda vinnunni. Slíkar aðgerðir eru hins vegar þunglamalegar og seinlegar. Hér á landi eru engar kvaðir um bólusetningu við Covid-19.“

Að lokum segir Ólafur að fortölur og vísindalegar staðreyndir virðist ekki hafa nein áhrif á þá sem eru á móti bólusetningum. „Ábyrgðarleysið gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum er algjört,“ segir hann.

„Þetta fólk mun halda áfram að valda tjóni þangað til bólusetningarskylda verður ákveðin og henni fylgt eftir af ekki minni festu en þegar ríkið innheimtir hjá okkur skattana í hverjum einasta mánuði.“

Tekur undir með Ólafi

Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Illugi Jökulsson tekur undir með því sem Ólafur segir í pistlinum en hann deilir pistlinum áfram í opinni færslu á Facebook-síðu sinni. „Ég held að Ólafur Hauksson hafi alveg rétt fyrir sér hér,“ segir Illugi.

„Ég skil til dæmis ekki tregðuna við að leyfa veitingamönnum og verslunareigendum að krefjast bólusetningarvottorðs. Ég var í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum vikum þar sem þau tíðkuðust og það var bara nákvæmlega ekkert vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar