fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Íslensk flugvél lýsti yfir neyðarástandi og þurfti að snúa við í miðju flugi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. janúar 2022 13:44

Myndin er samsett - Skáskot: LinkedIn/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél frá íslenska fraktflugfélaginu Bluebird Nordic þurfti að lýsa yfir neyðarástandi í miðju flugi í morgun. Flugvélin var á leið til Íslands en lagt var af stað frá Billund, Danmörku klukkan 7 í morgun. Flugvélin þurfti að neyðarlenda í Glasgow, Skotlandi.

Flugvélin átti að lenda hér á landi um klukkan 9 í morgun en þegar tæpur klukkutími var liðinn frá flugtaki komu tilkynningar um neyðarástand. „Ekki er vitað hver ástæðan er að sinni,“ var skrifað í færslu á Twitter-síðu Flightradar24 í morgun. Þá kemur fram í færslunni að hugsanlega hafi verið um þrýstingsvandamál að ræða þar sem flugvélin hafði lækkað flug sitt.

Neyðarástandið kom upp þegar flugvélin var að nálgast Færeyjar en samkvæmt Flightradar24 hefði ekki verið hægt að neyðarlenda vélinni í Færeyjum. „Flugbrautin í Færeyjum er mjög stutt og er ekki hentug til neyðarlendinga.“

Samkvæmt skoska fjölmiðlinum Herald var ekki verið að flytja neitt hættulegt í fraktfluginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“