Einar Þorsteinsson, fréttamaður og einn stjórnenda Kastljóss, hefur ákveðið að láta af störfum hjá RUV. Einar sendi samstarfsfélögum sínum póst þess efnis fyrr í dag. Kjarninn greinir frá.
„Ég hef ákveðið að þiggja starf sem mér bauðst fyrir skömmu. Þetta er erfið ákvörðun því fréttastofan er mitt annað heimili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljótlega. En ég hætti sem sagt í dag. Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ segir hann í skilaboðunum.