795 manns greindust með Covid-19 hér innanlands í gær. Af þeim voru 374 í sóttkví, 421 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.
84 smit greindust á landamærunum, heildarfjöldi smita á landinu var því 879.
7.937 manns eru nú einangrun á landinu öllu en 6.273 manns eru í sóttkví.
Þá eru 25 einstaklingar á sjúkrahúsi, 7 þeirra eru á gjörgæslu.