fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Bessastaðamálið: Maðurinn sem kærði kynferðislega áreitni sá sami og sakaði lögreglumann um persónunjósnir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. september 2021 18:00

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er fyrrverandi starfsmaður forsetaembættisins á Bessastöðum sem kærði kynferðislega áreitni annars starfsmanns til lögreglu í sumar sá sami og fyrr í sumar kvartaði formlega undan meintum persónunjósnum lögreglumanns og óeðlilegri háttsemi varðandi meðferð á gögnum í myndeftirlitskerfi á Bessastöðum.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að fyrrverandi starfsmaður forsetaembættisins hafi kært til lögreglu kynferðislega áreitni af hálfu samstarfsmanns hjá embættinu. Í frétt Fréttablaðsins segir meðal annars:

„Maðurinn starfaði fyrir embættið um árabil og bjó á Bessastöðum. Hann kýs nafnleynd að sinni, en segir að framkoma geranda hafi valdið sér og fjölskyldu sinni sársauka og fjárhagstjóni. Hann hafi að lokum hrökklast úr starfi og flutt burt frá Bessastöðum.„Þessi mál hafa tekið gríðarlegan toll,“ segir maðurinn.“

Í frétt í sumar greindi Stundin frá því að þolendur kynferðislegrar áreitni starfsmanns væru ýmist í leyfi eða hættir störfum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV hefur starf gerandans í málinu verið lagt niður og eru nú allir aðilar þessara mála hættir störfum hjá forsetaembættinu, hafa ýmist sagt upp eða störf þeirra lögð niður, gildir það einnig um gerandann í málinu. Einnig samkvæmt heimildum DV er það ekki skilningur allra þolenda áreitni mannsins að málið hafi verið leyst í sátt á Bessastöðum eins og Fréttablaðið hafði eftir forsetaritara í morgun.

Alvarlegustu atvikin munu varða meinta áreitni mannsins við samstarfsfólk í vinnuferð starfsmanna forsetaembættisins í París haustið 2019. Er maðurinn sakaður um að hafa bæði áreitt starfsmanninn sem kærði og eiginkonu hans. Greip hann í klof starfsmannsins. Nokkru síðar réðst maðurinn á eiginkonu starfsmannsins er þau voru þrjú saman í lyftu á hótelinu þar sem hópurinn gisti á. „Hafi hann klipið í líkama hennar, rass og læri, með svo mikilli ákveðni að hún marðist. Eiginmaður konunnar hafi rifið gerandann af henni og ýtt út úr lyftunni sem þá hafði staðnæmst á hæðinni þar sem þau gistu öll,“ segir í frétt Stundarinnar um málið.

Hefur kært meintar persónunjósnir til Persónuverndar

Starfsmaðurinn sem kærði kynferðislega áreitni annars starfsmanns hefur, samkvæmt heimildum DV, kært meinta óeðlileg háttsemi lögreglumanns á Bessatöðum í sinn garð til Persónuverndar. DV fjallaði um það mál í sumar. Á Bessastöðum er starfrækt nokkurs konar útibú frá Lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, en þar vinna nokkrir lögreglumenn á vöktum við að fylgjast með mögulega óviðkomandi umferð um svæðið. Starfsmaðurinn sakaði tiltekinn lögreglumann um að fara langt út fyrir verksvið sitt með því að skoða upptökur af efni, spóla fram og aftur í þeim og fylgjast þannig með ferðum starfsmannsins. Hann sakaði hann einnig um að veita upplýsingar sem hann aflaði með þessum hætti um ferðir tiltekinna starfsmanna til annarra starfsmanna á svæðinu og til yfirmanna sinna. Hann sakaði hann ennfremur um að taka myndskeið á síma sinn upp úr myndefninu og sýna óviðkomandi.

DV bar þetta mál undir forsetaritara í sumar en ekki fengust svör. Kæran mun enn vera til meðferðar hjá Persónuvernd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“
Fréttir
Í gær

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa