Klukkan 01.52 í nótt mældist skjálfti upp á 3,7 um 0,8 km SV af Keili. Hann fannst vel á Suðvesturhorninu og í Borgarnesi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Einnig kemur fram að síðasta sólarhring hafi um 700 jarðskjálftar mælst á þessu sama svæði. Frá miðnætti hafa rúmlega 200 skjálftar mælst á svæðinu. Engin merki eru um gosóróa.