fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Happdrætti Háskólans kært til lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og Háspennu ehf. til lögreglunnar vegna brota á lögum um fjárhættuspil. Heldur SÁS því fram að rekstur spilakassa Háspennu og hagnaður af þeim rekstri sé ekki í neinu samræmi við þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá banni við fjárhættuspilum í atvinnuskyni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að SÁS geri þá kröfu að lögreglan rannsaki starfsemi Háspennu og HHÍ og benda samtökin á að í undanþáguákvæðum sem HHÍ starfar eftir séu engar heimildir til að útvista rekstri spilakassa.

Það er refsivert að gera sér fjárhættuspil að atvinnu hér á landi og með því að afla sér tekna með því að láta fjárhættuspil fara fram í húsnæði viðkomandi.

Það er Háspenna sem rekur spilakassa á vegum HHÍ og segir í kæru SÁS að Háspenna hafi haft „ríflegar tekjur af starfsemi sem hugsanlega er bæði ólögmæt og refsiverð“.

Segja samtökin að samkvæmt ársreikningi Háspennu fyrir árin 2018 og 2019 hafi tekjur fyrirtækisins verið um 345 milljónir. Einnig benda samtökin á að rekstur Háspennu sé flokkaður sem fjárhættu- og veðmálastarfsemi í fyrirtækjaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýtt eltihrellismál á Reykjanesi – Ung kona sökuð um umsáturseinelti gagnvart lögreglufólki – „KARMA‘S A Bitch STAY SAFE“

Nýtt eltihrellismál á Reykjanesi – Ung kona sökuð um umsáturseinelti gagnvart lögreglufólki – „KARMA‘S A Bitch STAY SAFE“
Fréttir
Í gær

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Í gær

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland
Fréttir
Í gær

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vorfundur Rarik haldinn á Selfossi – „Hreyfum samfélagið til framtíðar“

Vorfundur Rarik haldinn á Selfossi – „Hreyfum samfélagið til framtíðar“