Eldgos er hafið á La Palma í Kanaríeyjum. Gos þar hefur verið yfirvofandi í nokkurn tíma.
Frá þessu greinir meðal annars sjónvarpsstöðin RTVC á Twitter.
Málið er einnig lauslega til umræðu í Facebook-hópi Íslendinga sem búsettir eru á Kanaríeyjum en fjölmargir Íslendingar búa á eyjunum.
Reuters fréttastöðin greinir frá því að yfirvöld hafi flutt lasburða fólk og búfénað frá byggðum í nálægð við gosið áður en það hófst. Íbúum í grennd við gosið hefur verið tilkynnt að þeir eigi að fara í ein af fimm hjálparmiðstöðvum sem hafa verið útbúnar á eyjunni. Fólki er sagt að halda sig frá gossvæðinu. Hermenn hafa verið kallað til hjálpar.
Á sjötta tímanum í dag voru gígarnir orðnir þrír. Flugvöllurinn í La Palma er aðeins 15 kílómetra frá gosinu.
Samkvæmt mbl.is telur íslenskur íbúi á La Palma að óhjákvæmilegt sé að hraunið renni yfir íbúabyggð. Það hefur þegar runnið yfir malbikaðan veg og rýming eyjunnar er hafin. Mikil hætta er á skógareldum vegna gossins.
🔴 #EnDirecto Erupción en #LaPalma#VigilanciaLaPalma #VolcanLaPalma https://t.co/L7zqJQqIdw
— RTVC (@RTVCes) September 19, 2021