fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. september 2021 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og  frambjóðandi Flokks Fólksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu sem hann óskaði eftir að fá birta hjá DV sem allra fyrst.

DV birti í dag yfirlýsingu frá ritstjóra og aðstoðarritstjóra þar sem greint var frá fordæmislausri áreitni sem þau urðu fyrir eftir að skrifa um hvernig utanríkisráðuneytið afturkallaði liprunarbréf sem gefið var út samkvæmt beiðni Jakobs til að greiða fyrir för barns úr landi, en beiðni Jakobs um bréfið innihélt margskonar rangfærslur.

Sjá einnig: Jakob Frímann sakaður um að beita blekkingum til að koma barni úr landi 

„Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni.

Ég hafna fullyrðingum sem í dag eru birtar í DV varðandi greiðasemi undirritaðs,  þ.m.t. tilurð bréfs með lýsingum á andlegri  líðan barns og heimild þess til að heimsækja föður sinn, hvað þá að hafa með nokkrum hætti vitað af eða tengst tjáskiptum umrædds barns við DV.

Mikill vinskapur hefur um árabil ríkt með fjölskyldu okkar og föðurins, afar okkar voru frændur og vinir, við höfum ávarpað hvor annan „frændi“ um árabil (þó ekki sjái þess stað í Íslendingabók sökum ættleiðingar móður minnar). Við verjum jólum og áramótum saman og sumarleyfum. Ættartengsl koma þessu máli reyndar síst við, en mér var að sjálfsögðu bæði ljúft og skylt að vera fjarstöddum frænda mínum til aðstoðar við útvegun liprunarbréfs þegar fyrir mig hafði verið lagt bréf frá móðurinni í febrúarlok 2020 um að hún væri samþykk heimsókn sonar síns er fara skyldi utan skömmu síðar.

Mér bárust síðan fréttir af lítillegri seinkun fararinnar sökum covid-tengdrar óvissu, en þegar mér var síðan  tjáð að nú væri barnið komið með vegabréfið sitt, brottfarardag og farseðil í hendur, þá hlýddi ég tafarlaust því  kalli að óska eftir  liprunarbréfi sem minnka myndi líkurnar á að barnið yrði sent aftur heim til Íslands við lendingu á Spáni sökum nýtilkomins covid-ástands.  Ráðuneytið gaf í fyrra út á þriðja þúsund slíkra bréfa og engar forsendur hafði ég til að draga í efa að áður útgefinni ferðaheimild móður yrði kippt til baka á ögurstundu.

Ekki hafði ég nokkurt hugboð um heift móðurinnar  í minn garð vegna þessarar sjálfsögðu aðstoðar við að greiða götu barns hennar í útlöndum á sl. ári, fyrr en ég fékk upphringingu þess efnis frá DV.  Ég get ekki neitað því að mér var mjög brugðið og bað um að mega sjá fyrirliggjandi gögn og að mega sitja fyrir svörum í eigin persónu strax að afloknum kosningum, 25. september. Þessu var hafnað.

Ég skil mætavel uppnám föðurins og barnsins sjálfs og ítrekaðar tilraunir þeirra til að sá fjölskylduharmleikur sem hér liggur að baki yrði ekki viðraður opinberlega.

Að barnið kysi sjálft að tjá sig á samfélagsmiðlum og víðar, statt í útlöndum, var mér með öllu ókunnugt um fyrr en í ljós kom.

Fyrir liggja innsend síðari gögn með upphaflegri ferðaheimild móður og staðhæfingu um að hún mundi aldrei ganga gegn vilja barnsins til að ferðast. Sömuleiðis liggur fyrir bréf Utanríkisráðuneytisins til föðurins en þar segir:

„Afsökunarbeiðni ráðuneytisins er ekki vegna þeirrar aðstoðar sem Jakob Frímann veitti ykkur, heldur að ráðuneytið hafi ekki sinnt nægilega vel sinni rannsóknarskyldu þegar gefið var út liprunarbréf vegna fyrirhugaðrar ferðar ólögráða barns. Ráðuneytið afturkallaði því liprunarbréfið og bað móðurina afsökunar á þessum misbresti“.

Síðar í bréfinu segir: „Hvað varðar viðbrögð ráðuneytisins við fjölmiðlaumfjölluninni þá hafa þau ekki á nokkurn hátt beinst gegn Jakobi“.  – „Enginn hefur þar verið nafngreindur eða vændur um ósannindi, falsanir eða neitt slíkt.“

Þessi orð utanríkisráðuneytisins segja allt sem segja þarf.  E.t.v. er mál að linni!

Jakob Frímann Magnússon“

Með yfirlýsingu fylgdi neðangreint skjáskot úr bréfi sem faðir barnsins fékk frá Utanríkisráðuneytinu þar sem ráðuneytið neitar að afturkalla afsökunarbeiðni til móður.

Taka skal fram að Björn Þorfinnsson, ritstjóri, og Erla Hlynsdóttir, aðstoðarritstjóri, standa að öllu leyti við fyrri yfirlýsingu. En hana má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“