Um tveimur klukkustundum síðar var tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Engin meiðsli voru en málsatvik voru þau að hópur unglinga hafði verið að gera dyraat. Húsráðandi hljóp út og náði einum geranda og hélt þar til lögreglan kom á vettvang.
Tilkynnt var um eld í tveimur pappagámum í Breiðholti í gærkvöldi. Skemmdir voru minniháttar. Ekki er vitað hver kveikti í.
Um klukkan 22 var einn handtekinn í vesturhluta borgarinnar, grunaður um líkamsárás. Minniháttar meiðsl hlutust í árásinni.
Í Garðabæ var tilkynnt um þjófnað úr verslun og var málið afgreitt á vettvangi.
Í Mosfellsbæ varð umferðaróhapp á níunda tímanum í gærkvöldi. Ökumaður er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.
Frá 19.00 til 05.00 voru 45 mál skráð í málaskrá lögreglunnar og 5 eru í fangageymslu eftir nóttina.