fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Birkir Jón í tímabundið leyfi sem bæjarfulltrúi – Óvíst með endurkomu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. september 2021 17:50

Birkir Jón Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs í Kópavogi, hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum fyrir bæjarfélagið. Beiðni hans var tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær en þar var nafn Birkis Jóns ekki gefið upp. Samkvæmt vef Stundarinnar er um Birki Jón að ræða.

Í samtali við miðilinn segir Birkir Jón að um veikindaleyfi sé að ræða og óvíst sé hvenær hann snúi til starfa að nýju.

Birkir Jón var um langt skeið stjórnarformaður Sorpu en þá gegnir hann einnig stjórnarformennsku í RARIK. Það gustaði duglega um hann í fyrra embættinu enda hefur rekstur Sorpu og sérstaklega bygging 6 milljarða gas- og jarðgerðarstöðvar, GAJU, vera að breytast í einhverskonar skattgreiðenda harmleik.

Birkir Jón steig til hliðar sem stjórnarformaður Sorpu um mitt sumar 2020 en við keflinu tók Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri-Grænna. Birkir Jón situr þó áfram sem óbreyttur stjórnarmaður.

Í morgun gaf Sorpa síðan út tilkynningu um að myglugró hafi greinst í límstréseiningum í þaki og burðarvirki GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. Samkvæmt tilkynningu frá SORPU uppgötvuðust gróin í ágúst og hefur  fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu hefur verið stöðvuð tímabundið af þeim sökum. Í tilkynningunni er haft eftir Líf Magneudóttur, stjórnarformanni SORPU, að myglugróin veki upp spurningar um hvernig staðið var að hönnun og efnisvali húsnæðisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Í gær

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“