Fyrir sléttum 20 árum síðan fylgdist allur heimurinn með fréttum frá Bandaríkjunum. Fólk stóð límt við sjónvörp í verslunum, skólum og á skrifstofum og horfði á tvíburaturnana í New York falla í kjölfar þess að tveimur flugvélum var flogið í þá. Fljótlega var ljóst að um hryðjuverk var að ræða en einnig var flugvél flogið í hið svokallaða Pentagon, húsnæði varnarmálaráðuneytisins í höfuðborg Bandaríkjanna.
Þetta er eitt stærsta atvik síðari ára og man nánast hvert mannsbarn sem gat staðið í lappirnar á þessum tíma hvar það var statt þann 11. september árið 2001. Fólk minnist þessa dags á hverju ári og í ár er engin undantekning gerð á því. Sigursteinn Sigurðsson, verkefnastjóri menningarmála og velferðarstefnu Vesturlands, spurði á Twitter-síðu sinni í morgun hvar fólk var statt þegar turnarnir féllu fyrir 20 árum síðan.
Hvar voru þið 11/9 2001?
— Sigursteinn Sigurðz 🇵🇸 (@gjafi_sigur) September 11, 2021
Sjálfur segir Sigursteinn að hann hafi verið staddur í tíma í Borgarholtsskóla þegar turnarnir féllu. „Vinkona kom og sagði að flugvél hafi flogið á einhvern turn. Sá svo nokkrum mínútum síðar í TV hjá húsverðinum hvað var í gangi.“
Fjölmargir Íslendingar hafa svarað spurningu Sigursteins á Twitter en svörin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Flest eru þau þó á sama veg þegar kemur að því hvernig fólki leið þegar það sá fréttirnar, sjokk og hræðsla einkenndu líðan fólks er það fylgdist stjarft með skjánum.
Bókasafnið í Vanlöse – stóðum öll og horfðum á- ég flýtti mér svo heim til að litli bróðir myndi ekki sjá þetta einn eftir skóla.
— Anna Lisa (@annelibjorns) September 11, 2021
Ég var með 3ja vikna gamla dóttur mína í fæðingarorlofi. Við vorum á röltinu í Elko, ætlaði að skoða ryksugur, en þegar ég kom að tv deildinni var starfsfólkið þar að horfa á vél nr 2 að koma fljúgandi á öllum sjónvörpunum í deildinni.
— Ásdís (@asdiso) September 11, 2021
Var 10 ára heima hjá vinkonu að leika. Mamma hringdi í heimasímann og sagði orðrétt “þú verður að kveikja á sjónvarpinu. Það er verið að sprengja stærsta hús í heimi” – frekar stuttu síðar horfðum við á seinni vélina fljúga inn í turnana.
— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) September 11, 2021
Í náttúrufræðitíma í MH. Það var tölvutimi með thinkpad fartölvum. Einhver kallaði upp það væri búið að fremja hryðjuverk í New York og kennarinn alveg stökk á lappir. Momentið siðan þegar fréttin af seinni vélinni bàrust var soldið sjokkerandi
— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) September 11, 2021
Var á leiðinni í leikfimitíma í FSH. Á leiðinni þangað sagði samnememandi mér að það væri búið að ráðast á USA. Eyddi þessum leikfimitíma labbandi á hlaupabrettinu því að það var verið að sýna beint frá þessu í sjónvarpinu fyrir ofan það.
— Snemmi (@Snemmi) September 11, 2021
Var á leiðinni í leikfimitíma í FSH. Á leiðinni þangað sagði samnememandi mér að það væri búið að ráðast á USA. Eyddi þessum leikfimitíma labbandi á hlaupabrettinu því að það var verið að sýna beint frá þessu í sjónvarpinu fyrir ofan það.
— Snemmi (@Snemmi) September 11, 2021
Í leikfimitíma í grunnskóla, áttum að fara út að hlaupa en vorum límd við sjónvarpið í anddyrinu í íþróttahúsinu, þetta var þegar fyrri vélin hafði klesst..leikfimikennarinn lét okkur fara út samt, mjög skrítin tilfinning að vera úti að hlaupa.
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) September 11, 2021
Ég var á leiðinni heim úr skólanum og var að leggja bílnum í portinu fyrir aftan húsið þegar þetta kom í útvarpinu. Fór beint inn, kveikti á sjónvarpinu og sá seinni flugvélina fljúga inn í trurninn.
— Sólveig (@solveighauks) September 11, 2021
Heima með lita strákinn minn veikan. Mamma hringdi og ég horfði á sjónvarpið og grét.
— Líf Magneudóttir (@lifmagn) September 11, 2021
Ég var lasin heima að horfa á tv þegar það var trufluð dagskrá og fréttir komu
— Strúna 🦜🦜 (@crazy_bird_lady) September 11, 2021
Í tíma í Hagaskóla. Öll í sjokki og eiginlega í vantrú að þetta væri virkilega að gerast.
Ég í panikki því ég vissi að frænka mína var að heimsækja NY með skólanum sínum og vissi ekkert hvar hún var.Man hverng birtan var, þögnin og þrúgandi sársaukinn sem við fundum öll.
— Einhverfadöggin🇵🇸 (@einhverfadoggin) September 11, 2021
Sat í stærðfræðitíma í háskólanum í Kaupmannahöfn. 2 strákar komu seint og sögðu að það hefði verið ráðist á Bandaríkin. Ég trúði þeim eiginlega ekki. Fór eftir tíman heim á kollegí og horði á beinu útsendinguna með hinum. Allt frekar óraunverulegt.
— Héðinn Björnsson (@HedinnBjornsson) September 11, 2021
Var að ganga úr skólanum í ML og á leið upp á heimavist þegar strákur í skólanum kom hlaupandi á móti mér og öðrum, öskrandi eitthvað á þessa leið: „Það er stríð!“
— Samúel Karl Ólason (@Sameold_) September 11, 2021
Heimsókn í Reykjavík með fjölskyldunni. Skildi ekki alveg hvað var í gangi fyrst og langaði mest bara að horfa á Cartoon Network en man bara hvað öll voru hrædd í kring um mig.
— Jafet Sigfinnsson (@jafetsigfinns) September 11, 2021
ég vann í intersport og var að taka upp vörur inná lager þegar ég tók allt í einu eftir því að allt varð frekar hljótt, kíkti fram og allir voru horfnir. það voru allir fyrir framan sjónvarpið í skódeildinni að fylgjast með.
— karina hanney marrero (@karinahanney) September 11, 2021
Inn í eldhúsi, heima í eyðu, þegar litla systir mín kallaði á okkur fréttirnar en ég trúði henni ekki því hún horfði yfirleitt bara á Popptíví og ég hélt hún væri að lýsa nýju tónlistarmyndbandi
— Heiða (@adalheidursn) September 11, 2021
Í tíma í Sögu miðausturlandana í MH, einn sem átti að vera þar kom hlaupandi inn “það er verið að sprengja byggingar í NY”. Við hlupum inná miðgarð og horfðum á seinni flugvélina flúgja à turninn. Við héldum mörg í hvort annað, ég grét.
— Gróa Björg (@Groteskan) September 11, 2021
Í verklegum tíma í efnafræði. Kennaranum þótti þetta ekki merkilegt og við fengum ekki að fara út til að kíkja á sjónvarp. Bara að halda áfram að títra…
— Valþór (@valthor) September 11, 2021
Nýkomin úr haustgöngu með grunnskólanum þegar fréttirnar bárust okkur nemendum.
— Birta Sæmundsdóttir (@birtasaem) September 11, 2021
Að aka frá Árósum til Kaupmannahafnar hlustandi á geisladiska 💁♂️
— SamuelTorfi (@SamuelTorfi) September 11, 2021