fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Tveir læknar sögðu upp störfum vegna gæðavandamála hjá Brjóstamiðstöð – „Landspítalinn er að gera tilraunir á konum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 1. september 2021 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir íslenskir læknar sem störfuðu við brjóstamyndagreiningu á Landspítalanum sögðu starfi sínu lausu í sumar vegna gæðamála og fór engin úrlestur brjóstamynda fram í ágústmánuði. Annar þeirra segir Landspítala ekki hafa brugðist við ábendingum og telur að Landspítalinn sé að gera til raunir á konum.  Þetta kemur fram í frétt Vísis.

Landspítalinn hefur samið við danska fyrirtækið Senlogia ApS um heildarþjónustu í brjóstamyndagreiningu. En samkvæmt þeim samningi verða alltaf að minnsta kosti tveir læknar að störfum við klínískar rannsóknir hér á Íslandi og eigi myndir að vera lesnar bæði hér á landi sem og í fjarlestri.

Enginn úrlestur fór fram í ágúst eftir að læknarnir tveir sögðu upp störfum. Landspítalinn sagði í svörum til Vísis að almennt eigi konur að fá svör úr skimun á tveimur vikum, einni viku ef þær koma í skimun vegna einkenna.

Úrlestur mun hefjast aftur í þessari viku en 1.4000 konur hafa verið myndaðar síðan eftir verslunarmannahelgi.

Fullt af vitleysum

Landspítalinn tók yfir brjóstarannsóknir um áramótin og gerði tímabundna samninga við tvo íslenska lækna sem störfuðu áður hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Annar þeirra, Magnús Baldvinsson, segir að um páskana hafi hann orðið var við ágalla á gæðamálum.

„Það sem gerist þá er að spítalinn tekur þetta alveg í sínar hendur og byrjar að nota sín eigin tölvukerfi; hættir að nota það sem áður var notað. Og það kemur í ljós að þetta tölvukerfi er algjörlega ófullnægjandi; fullt af vitleysum,“ segir Magnús. Samkvæmt evrópskum gæðastöðlum eigi tveir læknar að fara yfir allar myndir, hvor í sínu lagi. Ef þeim ber ekki saman þarf svo að fara yfir myndirnar í þriðja sinn.

Magnús segir að nýja kerfið hafi ekki getað tryggt að farið væri eftir þessu verklagi. Læknarnir tveir megi ekki sjá hvað hinn hafi sagt um myndir en með nýja kerfinu hafi það þó verið mögulegt.

„Við gátum alltaf séð hvað hinn hafði sagt. Þá gat farið svo að sami aðilinn var að vinna báða úrlestrana og síðan fór að bera á alls kyns öðrum vitleysum. Þegar við héldum til dæmis að við værum búnir að hreinsa allt upp þá birtust einhverjar rannsóknir sem voru nokkra vikna gamlar.“

Myndir voru jafnvel að skila sér í úrlestur allt að sex vikum eftir að þær voru teknar. Eins hafi átt sér stað mistök sem urðu til þess að á bilinu 20-30 konur voru boðaðar í frekari rannsóknir án þess að tilefni væri til.

Landspítalinn er að gera tilraunir á konum

Magnús segir að þrátt fyrir ábendingar hafi litlar sem engar úrbætur verið gerðar á þessu kerfi og því hafi hann og hinn læknirinn ekki séð annan möguleika í stöðunni en að segja upp.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur hópur sérfræðinga sem kemur að greiningu og meðferð brjóstakrabbameina verulegar áhyggjur af stöðu mála og hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Landspítala.

„Landspítalinn er að gera tilraunir á konum,“ segir Magnús. Telur hann að Landspítalinn hefði betur fjárfesti í viðurkenndum búnaði í staðinn fyrir að reyna að nota kerfi sem hannað var í allt öðrum tilgangi og ætla bara að laga villurnar þegar þær komi upp.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björgólfur Guðmundsson er látinn

Björgólfur Guðmundsson er látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm