fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fréttir

Jóhann Pétur til PLAY – „Ég er afar ánægður“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 6. ágúst 2021 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur flugfélagsins PLAY og mun hann bera ábyrgð á greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitamála og sinna ráðgjöf sem og upplýsingagjöf til stjórnenda og stoðsviða. Hann verður jafnframt regluvörður félagsins.

Jóhann hóf störf í júlí. Í tilkynningu frá Play kemur fram að Jóhann Pétur hefur víðtæka alþjóðlega reynslu úr atvinnulífi og hefur starfað í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu.

„Nú síðast starfaði Jóhann Pétur í Ástralíu við ráðgjöf til frumkvöðla. Þar áður var hann starfsmaður í fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance.“

Jóhann segir spennandi að vera genginn til liðs við PLAY en haft er eftir honum í tilkynningu að fyrstu vikurnar hafi verið einstaklega ánægjulegar.

„Ég er afar ánægður að vera orðinn starfsmaður PLAY og það er spennandi tækifæri að taka þátt í markvissri uppbyggingu félagsins. PLAY nýtur góðs af reynslu starfsmanna og skýrri stefnu stjórnenda og hefur meðbyr á óvissutímum. Fyrstu vikurnar hafa verið einstaklega ánægjulegar í nýju starfi“

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segist stoltur af því að fá Jóhann Pétur í hópinn.

„Við erum stolt af því að fá Jóhann Pétur í liðið okkar enda hefur hann mjög sterkan og breiðan bakgrunn og mikla reynslu úr alþjóðlegu rekstrarumhverfi í viðbót við lögfræðiþekkinguna. PLAY stækkar hratt þessa dagana og við leggjum mikla áherslu á að skapa öflugt teymi sem getur unnið þétt saman í því kvika umhverfi sem flugrekstur er. Jóhann Pétur kemur svo sannarlega inn sem öflugur liðsmaður á sama tíma og það er stutt í leikgleðina hjá honum. Ég býð hann velkominn á leikvöllinn og hlakka til að vinna með honum í framtíðinni“   

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr í Kringlunni – Misþyrmdi manni með kylfu

Sauð upp úr í Kringlunni – Misþyrmdi manni með kylfu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Auglýsing Hermanns eftir starfsmönnum vakti hörð viðbrögð: „Hvaða afskiptasemi og dómharka er hér í gangi?“

Auglýsing Hermanns eftir starfsmönnum vakti hörð viðbrögð: „Hvaða afskiptasemi og dómharka er hér í gangi?“
Fréttir
Í gær

Blöskra hegðun ferðamanna á Íslandi – „Á göngustíg í Reykjadal sá ég haug af mannaskít“

Blöskra hegðun ferðamanna á Íslandi – „Á göngustíg í Reykjadal sá ég haug af mannaskít“
Fréttir
Í gær

Hjördís María: „Þess vegna verðum við heimilislaus á næstu mánuðum með lítið barn“

Hjördís María: „Þess vegna verðum við heimilislaus á næstu mánuðum með lítið barn“
Fréttir
Í gær

Hættuleg líkamsárás á skemmtistað

Hættuleg líkamsárás á skemmtistað
Fréttir
Í gær

Gagnrýna gagnrýni Helga Áss á skuldastöðu borgarinnar – „Ég veit eiginlega ekki hvort er verra, viljandi blekking eða augljós heimska“

Gagnrýna gagnrýni Helga Áss á skuldastöðu borgarinnar – „Ég veit eiginlega ekki hvort er verra, viljandi blekking eða augljós heimska“