fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Mörg fyrirtæki grípa til eigin ráðstafana vegna kórónuveirufaraldursins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir atvinnurekendur eru farnir að grípa til sóttvarnaaðgerða á vinnustöðum umfram þær sem krafa er gerð um í reglugerð heilbrigðisráðherra. Hafa þeir áhyggjur af að smitrakningarteymið geti ekki sinnt öllum sem þarf að sinna og kalla eftir leiðbeiningum til fyrirtækja.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Þótt samkomutakmörkunin sé miklu rýmri en hún var í tíð fyrri bylgna faraldursins þá hafa aldrei greinst fleiri smit og hin augljósa afleiðing af því er sú að fjölmörg fyrirtæki eru búin að bakka í eldra fyrirkomulag í sóttvörnum,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Hann sagði það hafa valdið vonbrigðum að „hið eðlilega ástand“ hafi ekki varað lengur en það gerði. „Þannig að menn eru til dæmis farnir að skipta vöruhúsum upp í sóttvarnahólf, skipta fólki á vaktir sem hafa engan samgang, raða niður hópum starfsmanna í mötuneyti og annað slíkt. Og svo er sprittað á milli. Allt er þetta í þeim tilgangi bæði að draga úr smiti en ekki síður til að draga úr hættu á því að það þurfi margir starfsmenn að fara í sóttkví ef það kemur upp smit í fyrirtækinu,“ sagði hann einnig.

Hann sagði spurninguna vera hvert verði hlutverk stjórnvalda í framhaldinu. Mörgum finnist að meiri upplýsingar og leiðbeiningar mættu berast til fyrirtækja í ljósi stöðunnar. Því hafi til dæmis verið velt upp hvort eðlilegt sé að nákvæmlega sömu reglur gildi um sóttkví bólusettra og óbólusettra.

Hann sagði einnig að atvinnurekendur hafi áhyggjur af að smitrakningarteymið nái ekki að hafa samband við alla. „Við höfum haft svolitlar áhyggjur af því að það verði kannski til þess að það verði sendir fleiri en færri í sóttkví í öryggisskyni. Það skiptir máli núna þegar næstu skref verða tekin að finna taktískar leiðir sem duga til að halda faraldrinum niðri og jafnframt gera fyrirtækjunum kleift að starfa eins eðlilega og hægt er. Það þarf að hafa samtal og samráð til að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að skipuleggja reksturinn hjá sér þannig að þeir lágmarki hættu á því að hann verði fyrir áhrifum af veikindum eða sóttkví starfsmanna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar