fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Tekjumet í Vaðlaheiðargöngunum í júlí

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýliðnum júlí var tekjumet sett í Vaðlaheiðargöngunum en þá fóru tekjurnar yfir 100 milljónir og er það í fyrsta sinn frá opnun ganganna sem tekjurnar fara yfir 100 milljónir í einum mánuði. Um 4.100 bílar fóru um göngin og Víkurskarð á degi hverjum að meðaltali

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að 74% af ökumönnunum hafi valið að aka í gegnum göngin. Erlendir ferðamenn styðjast mikið við leiðsöguforrit sem beina þeim frekar í Víkurskarð en göngin en þau koma ekki alltaf upp í leiðsöguforritum eða ferðahandbókum sem margir erlendir ökumenn nota.

„Í júlí var ellefu prósentum meiri umferð um göngin en í sama mánuði árið 2019 þegar það var ekkert Covid,“ sagði Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Hann sagði að júlí hafi verið frábær, bæði tekjulega og veðurfarslega. „Allt hefur gengið snurðulaust fyrir sig. Enginn bilaður bíll eða neitt slíkt í miðjum göngum. Það voru reyndar kantljós að bila rétt áðan en það verður gert við þau fljótlega. Umferðin gekk fínt allan mánuðinn og við erum í raun mjög sáttir enda höfum við aldrei náð mánaðartekjum yfir 100 milljónum,“ sagði hann.

Toppurinn í umferð um göngin náðist í viku 29 en það er viku fyrr en venjulega. „Þá færði sólin sig aðeins suður þó hún sé komin aftur núna norður. Það var nóg til að fólk tók upp tjaldhælana og færði sig. Allur júlímánuður var stígandi fyrir utan síðustu viku þegar umferðin var rólegri,“ sagði Valgeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi