fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Skorar á Klöru og stjórn KSÍ að axla ábyrgð – „Þið eruð að lesa rangt í stöðuna um mikilvægi ykkar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 30. ágúst 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín S. Bjarnadóttir, ein þeirra fjölmörgu kvenna sem hafa gagnrýnt KSÍ undanfarið í tengslum við umræðuna um kynferðisbrot innan landsliðsins, telur ekki nægja að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafi sagt af sér. Hvetur hún alla stjórnarmeðlimi sem og framkvæmdastjórann, Klöru Bjartmarz til að axla ábyrgð og hleypa öðrum einstaklingum að. Þau hafi haft tækifæri til að taka á málunum en klúðrað því rækilega þegar sú leið var farin að þvertaka fyrir að sambandið vissi af ásökunum á hendur landsliðsmanna í knattspyrnu – bara til að fá það aftur í andlitið þegar þolandi steig fram opinberlega á föstudag.

Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Kristín ritar til Klöru Bjartmarz og deilir á Facebook.

Ykkur var sama

Kristín segist fara þá leið að birta færsluna á eigin síðu og merkja KSÍ því sambandið hafi eytt gagnrýni hópsins af síðu sinni fyrir rúmri viku. Bendir hún á á að KSÍ höfðu hálfan mánuð til að bregðast við opinberum greinum Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, þar sem sambandið var ásakað um að hylma yfir með kynferðisbrotamálum.

„Þið höfðuð marga daga til að sjá að ykkur og hnippa í formanninn en gerðuð það ekki. Á sama tíma varð sífellt háværari umræða á samfélagsmiðlum, sem gat engan veginn farið fram hjá ykkur. Ykkur var sama. Planið var að standa með formanni og þagga þetta niður.“

Tókst þar með afstöðu

Svo beinir Kristín orðum sínum til Klöru Bjarmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.

„Klara, þú sem varst þó búin að vita af því kyrkingartaki og kynferðisofbeldi sem einn landsliðsmanna beitti Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur frá þeim degi sem þú fékkst tölvupóstinn um það fyrir nokkrum árum, valdir að neita að svara fulltrúa Vísis sem hafði samband við þig þegar fyrri opinbera greinin var birt. Þú sagðir ekki bara að þú gætir ekki tjáð þig um málið að svo stöddu, sem hefði verið eðlilegt, heldur kom strax í ljós að þú ætlaðir ekki að tjá þig um innihald greinarinnar. Tókst þar með afstöðu og gafst í skyn, eins og yfirlýsingin ykkar nafnlausa fylgdi svo fast eftir, að þetta væru dylgjur.“

Mögulega gallharður ásteningur

Kristín segir það stórkostlega vangá allra hjá KSÍ að gefa sér strax að Hanna Björg Vilhjálmsdóttir væri ekki að segja satt.

„Ekki skánar það svo þegar við hugsum til þess að þið hjá KSÍ vissuð þá þegar um sumt af því alvarlega sem kom fram í greininni.“

Kristín segir að Klara sem og stjórn KSÍ hafi brugðust þolendum, fjölskyldum þeirra, Hönnu Björg og þeim gríðarlegar fjölda kvenna sem stóð upp fyrir þolendur. Eins gerir Kristín alvarlegar athugasemdir við það að að stjórnarmenn KSÍ séu enn að reyna að afsaka yfirlýsingu sína frá 17. ágúst þar sem ásökunum sem Hanna Björg hafði lagt fram í greinaskrifum, um þöggun, hylmingu og brotamenn í landsliðinu – var vísað á bug.

„Þið afhjúpuðuð með því augljósa kvenfyrirlitningu. Í þann hálfa mánuð sem þið völduð að þagga málið með formanninum stóðu þolendur og við konurnar eftir sem skotskífur fyrir viðhlæjendur KSÍ á samfélagsmiðlum. Í besta falli var þetta vítavert gáleysi hjá ykkur en mögulega gallharður ásetningur. Um það getum við þjóðin ekki vitað og þar sem traust ykkar er glatað þá duga engar eftiráskýringar.

Þið áttið ykkur ekki einu sinni á að með afsökunarbeiðni ykkar í gær lítilsvirtuð þið okkur enn og aftur, nú með því að segja að yfirlýsing ykkar þann 17. ágúst hafi verið svo slæm af því að ykkur í stjórn vantaði upplýsingar. Hið rétta er að þið vissuð öll af tveimur opinberum greinum sem þið völduð að hunsa.“

Hleypið öðrum að

Kristín segir fullyrðingar stjórnar KSÍ um að ekki gangi upp að allir segi af sér störfum, rangar. Þar séu menn að ofmeta mikilvægi sitt.

„Þið eruð að lesa rangt í stöðuna um mikilvægi ykkar í uppbyggingarstarfi innan KSÍ nú framundan. Forsenda þess að hægt sé að vinna úr þessum áföllum er að þið stígið til hliðar og hleypið öðrum að. Í leiðinni myndi sem auka ávinningur skapast gullið tækifæri til að leiðrétta gríðarlegan kynjahalla í stjórn, til samræmis við kostaðar auglýsingar ykkar um að það vanti fleiri konur til KSÍ.“

Kristín segir að vegna viðbragða KSÍ við umræðunni sé ljóst að tími sé kominn til að rýma fyrir hæfari aðilum og býst Kristín við fjölmennum mótmælum fyrir utan landsleikinn á fimmtudag – svo misboðið sé þjóðinni.

„Hanna Björg kveikti á eldspýtunni til að lýsa ykkur svo þið sæjuð hvað þyrfti að gera, sá eldur var hunsaður og þið brugðust ekki við fyrr en húsið var brunnið, þá tilneydd. Húsið stendur eftir sem rústir einar og uppbyggingarstarf færari aðila en ykkar þarf að hefjast eins fljótt og unnt er. Ég vona innilega eins og svo margir aðrir að þið veljið heilbrigði KSÍ fram yfir ykkar eigin veru í stóli framkvæmdastjóra og stjórnar en bíðið ekki eftir að fjöldamótmæli brjótist út við landsleikina framundan. Ég tel að við því megi búast, svo misboðið er þjóðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi