Í gærkvöldi voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar göngukonu sem var í sjálfheldu í Valahnjúk í Þórsmörk. Hún var stödd í töluverðu brattlendi og treysti sér ekki áfram. Nærstatt björgunarsveitarfólk fann konuna fljótlega og reyndist hún vera óslösuð. Þegar að fleira björgunarsveitarfólk var komið á vettvang voru settar upp línur til að tryggja öryggi konunnar og fékk hún síðan aðstoð við að komast niður og gekk það allt vel fyrir sig.