fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Ákært vegna morðsins á Freyju – Krefst þyngstu mögulegu refsingar og sviptingu erfðaréttar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 06:59

Freyja Egilsdóttir Mogensen. Mynd: Lögreglan á austur Jótlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Egilsdóttir var myrt á hrottalegan hátt á heimili sínu í Malling á Jótlandi í Danmörku þann 29. janúar síðastliðinn. Fyrrum sambýlismaður hennar, Flemming Mogensen, tilkynnti lögreglunni um hvarf hennar þann 2. febrúar. Hann sagði að Freyja hefði ekki skilað sér heim eftir kvöldvakt á hjúkrunarheimilinu sem hún starfaði á. Grunur lögreglunnar beindist strax að Flemming og var hann handtekinn þennan sama dag grunaður um að hafa orðið Freyju að bana.

Jesper Rubow, saksóknari hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, hefur birt Flemming ákæru vegna málsins og er DV með afrit af ákærunni undir höndum. Í henni kemur fram að ákæruvaldið fer fram á að Flemming verði dæmdur í ævilangt fangelsi en til vara til ótímabundinnar vistunar í fangelsi samkvæmt 70. grein hegningarlaganna.

Nánar tiltekið segir í ákærunni að Flemming sé ákærður fyrir eftirtalin brot:

„Brot 1 – brot gegn 237. grein hegningarlaganna fyrir að hafa þann 29. janúar kyrkt Freyju á heimili hennar í Malling. Brot 2 – brot gegn 139. grein hegningarlaganna með því að hafa þann 29. janúar og dagana þar á eftir að hafa sagað líkið í sundur með sög á heimili Freyju í Malling og að hafa síðan grafið líkamshlutana í garðinum.“

Einnig kemur fram að krafa sé gerð um bætur og er þá væntanlega átt við að börn Freyju og Flemming, þau eiga tvö börn saman, geri bótakröfu í málinu.

Saksóknari krefst þess einnig að samkvæmt 48. grein erfðalaga verði Flemming sviptur erfðarétti, rétti til greiðslu líftrygginga, lífeyris eða annarra réttinda sem tengjast andláti Freyju. Saksóknari gerir einnig kröfu um að nokkrar sagir verði gerðar upptækar til ríkisins.

Ekstra Bladet hefur eftir Rubow að refsikröfurnar sem hann gerir í málinu séu þær þyngstu sem hægt er að gera í Danmörku og að hann muni krefjast þess að Flemming verði dæmdur í ævilangt fangelsi. Ástæðan er að Flemming myrti barnsmóður sína árið 1995 á hrottalegan hátt en hann stakk hana að minnsta kosti 18 sinnum. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir það morð. Venjan er sú að krefjast ævilangs fangelsis í Danmörku ef ákærðir hafa myrt fleiri en einn eða oftar en einu sinni.

Flemming viðurkenndi að hafa orðið Freyju að bana þegar hann var færður fyrir dómara þegar krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir honum var tekin fyrir í febrúar. Reiknað er með að hann játi einnig morðið þegar málið verður tekið fyrir hjá undirrétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt