fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Efast um lögmæti könnunar um skólahald í Fossvogsskóla

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 09:00

Fossvogsskóli er einn mygluskólanna. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt stundatöflu hefst kennsla í Fossvogsskóla í dag. Síðastliðinn föstudag fengu foreldrar barna í 2. til 4. bekk senda skoðanakönnun þar sem þeir voru beðnir um að kjósa um tilhögun skólahalds næstu vikur. Misbrestur var á framkvæmd könnunarinnar að mati foreldra barna í skólanum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og kunnugt er fannst mygla í húsnæði Fossvogsskóla árið 2017 og hefur mikil röskun orðið á skólastarfi vegna framkvæmda sem enn standa yfir en reynt er að komast fyrir mygluna.

Morgunblaðið segir að í skoðanakönnuninni hafi foreldrum barna í 2. til 4. bekk og starfsfólki verið boðið að velja á milli þriggja valkosta fyrir tilhögun skólastarfs fyrstu vikurnar á skólaárinu. Fulltrúar foreldra barna í skólanum telja að könnunin hafi borist seint en hún var send út á föstudaginn og var fólk beðið um svör innan sólarhrings. „Þessi könnun var ekki gerð í samráði við fulltrúa foreldra né starfsfólks skólans heldur var hún bara keyrð í gegn og fólki ekki gefið neitt svigrúm til að bregðast við henni,“ er haft eftir Karli Óskari Þráinssyni, formanni foreldrafélags Fossvogsskóla. Að auki hafi ekki verið skýrt frá kostum og göllum þeirra kosta sem voru í boði og gerði það svarendum enn erfiðara fyrir við að taka upplýsta ákvörðun. Þess utan voru engar upplýsingar um persónuvernd á íslensku í könnuninni og engin krafa var gerð um lágmarksþátttöku.

Morgunblaðið segir að það sem hafi veri mest gagnrýnt við könnunina sé að hún hafi verið öllum opin.

Á laugardaginn sendi borgin frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að mikil þátttaka hafi verið í könnuninni og að niðurstaðan hafi verið skýr. En engar nánari upplýsingar fylgdu með um hve margir hafi svarað.

Morgunblaðið hefur eftir Karli Óskari að niðurstöður könnunarinnar hafi sem betur fer verið í samræmi við þá skoðun sem fulltrúar foreldra og starfsfólk skólans lét í ljós á skólaráðsfundi síðasta fimmtudag um að skólastarf 2. til 4. bekkjar skuli fara fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut.

Karl sagði vinnubrögð borgarinnar í málinu ekki vera upp á marga fiska og að misbrestur á framkvæmd könnunarinnar hafi ekki komið fólki á óvart. „Þetta er lýsandi fyrir það að samráð er valkvætt í huga borgaryfirvalda og hvernig þau reyna komast hjá því þar til þau eru komin upp að vegg,“ er haft eftir honum. Hann benti jafnframt á að engin leið sé að vita hvenær færanlegar kennslustofur verða teknar í gagnið og sagðist hann efast um að það verði fyrir miðjan september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú