fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Bitlingar í boði ráðherranna – Þetta þéna þau sem sitja í stjórnum B-hluta stofnana

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstofnanir, opinber hlutafélag og aðrar sjálfeignastofnanir á vegum íslenska ríkisins eru á annað hundrað talsins og lauslega áætlað eru launaðir stjórnar- og nefndarmenn eitthvað á annað þúsundið.
DV ætlar á næstu vikum og mánuðum að taka saman hvaða fólk það er sem velst til þessara starfa, tengsl þeirra við stjórnmálaflokka og ekki síður hver þóknun þeirra er. Verkefnið er ærið.

ÁTVR án stjórnar

Starfsemi ríkisins er lögum samkvæmt skipt upp í þrjá hluta, A, B og C-hluta og er misjafnt eftir starfsemi stofnanna hvaða hluta þær tilheyra.

Í þessari grein verða teknar fyrir allar þær níu stofnanir sem tilheyra B-hluta ríkissjóðs en þær tilheyra beint undir stjórn ríkisins sem ber fulla ábyrgð á rekstri þeirra. Þessar stofnanir starfa á markaði og standa að stærstum hluta undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á vöru eða þjónustu til almennings og fyrirtækja.

Ein þessara stofnanna sker sig nokkuð úr, Áfengis- og tóbakverslun ríkisins, þar sem engin stjórn er skipuð. Þess í stað heyrir stofnunin beint undir fjármála- og efnahagsráðherra og yfirstjórn stofnunarinnar sér um að taka þær ákvarðanir sem þörf er á.

Varðandi hinar stofnanirnar þá eru fyrirkomulagið oftast þannig að ráðherra í því ráðuneyti sem stofnun tilheyrir skipar stjórnarmenn og ákveður þóknun þeirra fyrir störfin.

Í flestum tilvikum velur ráðherra aðila sem að flaggar sama flokkskírteini en einnig er eitthvað um pólitísk hrossakaup að hinir flokkarnir í stjórnarsamstarfinu fái sína menn inn.

Vænsti bittlingurinn

Vænsti bitinn i þeim stofnunum sem taldar eru upp hér að neðan er stjórnarformennska Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar. Það embætti gefur laun upp á tæpar 3,6 milljónir króna á ári sem eru um 300 þúsund krónur á mánuði. Sú greiðsla er fyrir einn fund í mánuði sem og annan fund í undirnefnd stjórnar.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, fer með forræðið yfir HMS og því þarf engan að undra að aðili með framsóknartengingu hafi valist í embættið.

Situr í tveimur stjórnum

Það gefur þó ágætlega að sitja sem óbreyttur stjórnarmaður í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og skammt undan varðandi tekjur er stjórn Byggðastofnunar. Það vekur því nokkra athygli að Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, situr í báðum stjórnunum en hann hefur sterkt tengsl við Sjálfstæðisflokksins. Alls fær Karl rúmlega 3,7 milljónir króna á ári fyrir setuna í stjórnunum tveimur.

Karl Björnsson

Hér að neðan má sjá hvaða einstaklingar sitja í stjórnum þessara stofnana og hvað eru besti og versti bittlingurinn ef miðað er við stjórnarlaun.

 

1. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Eins og áður segir er HMS, sem varð til við sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnun, á forræði Ásmunar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Hann skipaði stjórn stofnunarinnar árið 2019 og situr hún til fimm ára. Allir í stjórninni eru ótilnefndir nema Karl Björnsson.

Árslaun stjórnarformanns: 3.576.000

Stjórnarformaður er Sigurjón Örn Þórsson, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri Kringlunnar, en var um tíma aðstoðarmaður Árna Magnússonar, ráðherra Framsóknarflokksins.

Ásmundur Einar og Sigurjón Örn á góðri stund

Árslaun annarra stjórnarmanna: 2.016.000

Varaformaður stjórnarinnar er Ásta Björg Pálmadóttir, fyrrverandi sveitastjóri Skagafjarðar.
Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna.
Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Karl Björnsson er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og fyrrum bæjarstjóri Árborgar þar sem hann sat fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Hann er tilefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

2. Byggðastofnun

Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skipar stjórn Byggðastofnunar til eins árs. Alls sjö einstaklinga og síðan er sjö manna varastjórn. Þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er ráðherra málaflokksins þarf ekki að koma á óvart að stjórnarformaður stofnunarinnar kemur úr hans flokki sem og einn stjórnarmaður. Aðrir stjórnarmenn eru meðlimir annarra stjórnmálaflokka.

Árslaun stjórnarformanns – 3.445.885

Magnús B. Jónsson er stjórnarformaður en hann er fyrrum sveitastjóri á Skagaströnd og varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Árslaun annarra stjórnarmanna – 1.707.420

Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Hún er í fimmta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Kári Gautason er fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna og var nýlega ráðinn til stafa hjá Bændasamtökum Íslands.

Gunnar Þorgeirsson er garðyrkjubóndi og hefur alla tíð verið Sjálfstæðismaður að eigin sögn. Hann sat í sveitastjórn í Grímsneshreppi í 24 ár, um tíma sem oddviti. Hann var kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands í fyrra.

Karl Björnsson er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og fyrrum bæjarstjóri Árborgar þar sem hann sat fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.

María Hjálmarsdóttir er varaþingmaður Norðausturskjördæmis fyrir Samfylkingunni.

Heiðbrá Ólafsdóttir bóndi og lögfræðingur situr í þriðja sæti framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

3. Íslenskar orkurannsóknar

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar fimm manna stjórn ÍSOR til fjögurra ára í senn og ákveður stjórnarlaunin. Guðmundur Ingi Guðbrandsson skipaði nýja stjórn í september 2019 og er hún skipuð tveimur fræðimönnum, tveimur skrifstofustjórum ráðuneyta og einum aðila úr innra starfi Vinstri Grænna. Það verður að teljast óvenju ópólitísk skipan.

Árslaun stjórnarformanns: 2.793.960

Þórdís Ingadóttir, stjórnarformaður og dósent við lagdeild HÍ.

Árslaun annarra stjórnarmanna: 1.396.980

Andrés Skúlason, formaður Nátturverndarsamtaka Austurlands og formaður svæðisfélags Vinstri Grænna á Austfjörðum.
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur hjá Raunvísindastofnun HÍ
Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu
Stefán Guðmundsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

4. Happdrætti Háskóla Íslands

Dómsmálaráðherra setur reglugerð um starfsemi Happadrættisins en samkvæmt henni kýs Háskólaráð í stjórnina ár hvert. Stjórnarmeðlimir koma því úr háskólasamfélaginu og hafa engin augljós pólitísk tengsl sem þýðir að stjórn þessarar stofnunar sker sig talsvert frá hinum. Þá er greinilegt að mikil ánægja ríkir með starf stjórnarmanna því að sama stjórnin hefur verið kosin til starfa síðan 2014. Fundað er einu sinni í mánuði en oftar ef þurfa þykir.

Árslaun stjórnarformanns: 2.049.060

Eyvindur G. Gunnarsson, situr sem stjórnarformaður en hann starfar sem prófessor við lagadeild HÍ

Árslaun annarra stjórnarmanna: 1.024.284

Jenný Bára Jensdóttir, fjármálastjóri HÍ
Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sigló

5-7. Bjargráðasjóður

Tilgangur Bjargráðasjóðs er að bæta bændum tjón, til dæmis á fasteignum, tækjum og uppskeru, sem að verður vegna meiriháttar náttúruhamfara og fæst ekki bætt með öðrum hætti. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar þriggja manna stjórn sjóðsins til fjögurra ára. Allir stjórnarmenn eru með augljósar pólitískar tengingar, meirihlutinn við Sjálfstæðisflokkinn – flokk Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Árslaun stjórnarformanns: 1.862.640

Stjórnarformaður er Ásta Arnbjörg Pétursdóttir. Ásta Arnbjörg er sveitastjórnarfulltrúi í Eyjafjarðarsveit og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Hún skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Ásta Arnbjörg Pétursdóttir

Árslaun annarra stjórnarmanna: 931.320
Jóhannes Sigfússon. Jóhannes er fyrrum formaður Landssambands sauðfjárbænda. Hann er bróðir Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Ingvar Pétur er formaður kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og var um tíma aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

5-7. Menntasjóður

Sjóðurinn, sem áður hét LÍN – Lánasjóður íslenskra námsmanna, er á forræði mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, en alls eru stjórnarmenn tíu talsins. Lilju er sniðinn þröngur stakkur að því leyti að sex aðilar eru tilefndir af öðrum, einn frá fjármálaráðuneytinu og síðan fimm frá hinum ýmsu samtökum námsmanna. Hinir fjórir eru valdir af Lilju og skyldi engan undra að minnsta kosti þrír þeirra flagga flokkskírteini í Framsóknarflokknum og þar á meðal stjórnarformaðurinn.

Árslaun stjórnarformanns: 1.862.640

Lárus S. Lárusson, stjórnarformaður. Hefur starfað í rúm 20 ár innan flokksins og hefur tvívegis boðið sig fram fyrir hönd flokksins í alþingiskosningum.

Lárus S. Lárusson

Árslaun annarra stjórnarmanna: 931.320

Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar en skipar nú þriðja sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður fyrir komandi kosningar.
Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur og sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá er hann fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar.
Teitur Björn Einarsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar sem tilnefndi hann í stjórnina.
Fimmti stjórnarmaðurinn er Þorlákur Björnsson en hinir fimm eru tilnefndir af Bandalagi íslenskra háskólanema og öðrum námsmannahreyfingum.

5-7. Orkusjóður

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með forræðið yfir sjóðnum og skipar þriggja manna stjórn til fjögurra ára sem og að ákveða þóknun.
Athygli vekur að Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr sama kjördæmi og Þórdís Kolbrún, var valinn til stjórnarformennsku í sjóðnum en hinir tveir stjórnarmenn eru ópólitískir og hafa setið lengi.

Árslaun stjórnarformanns: 1.862.640

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksin, er stjórnarformaður Orkusjóðs

Haraldur Benediktsson

Árslaun annarra stjórnarmanna: 931.320

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
Franz Viðar Árnason

8. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Aftur er það Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með forræðið yfir sjóðnum og ákveður laun stjórnarmanna. Hendur hennar eru þó bundnar að stærstu leyti enda má hún bara tilnefna einn stjórnarmann. Sjávarútvegsráðherra velur einn og síðan Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og ASÍ einn.

Ekki bárust svör í tæka tíð frá ráðuneytinu um stjórnarlaun á núverandi ári en sé miðað við ársreikning sjóðsins frá árinu 2020 sést að heildarlaun stjórnar voru tæpar 4 milljónir króna. Sjóðurinn er því lélegasti bittlingurinn sem í boði er sé miðað við stjórnarlaun.

Árslaun stjórnarformanns: 1.305.000

Arnbjörg Sveinsdóttir, stjórnarformaður og fyrrum alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Arnbjörg Sveinsdóttir

Árslaun annarra stjórnarmanna: 652.500

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins
Róbert Farestsveit, sviðsstjóri hjá ASÍ
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Áslaug Friðriksdóttir, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Í gær

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Í gær

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín