fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Gagnrýna óeðlilega verkferla við leghálsskimanir – „Ég fullyrði það að ef ég væri að lenda í þessu í dag myndi ég líklega ekki lifa það af“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 08:06

Hér sést hinn svokallaði goggur sem notaður er þegar sótt eru leghálssýni Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna óeðlilegra verkferla við leghálsskimanir er líf kvenna lagt að veði og þær bera lítið traust til kerfisins í ljósi þeirrar reynslu sem þær hafa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið ræddi við þrjár konur sem bíða eftir niðurstöðum leghálsskimana. Tvær hafa beðið síðan í mars og ein, sem barðist við krabbamein árið 2005, fullyrðir að hún hefði líklega ekki lifað af ef hún hefði greinst í dag.

Ein kvennanna, Álfrún Auður Bjarnadóttir, sagði í samtali við Fréttablaðið að hún beri lítið sem ekkert traust til heilbrigðisyfirvalda en hún hefur beðið eftir svörum í tæplega hálft ár eftir svörum í kjölfar frumubreytinga í leghálsi. Hún fór í skoðun 30. mars og 16. júlí fékk hún skilaboð um frumubreytingarnar. Henni var um leið tilkynnt að hún ætti von á símtali á næstu dögum um hvenær hún fengi tíma í leghálsspeglun. Eftir það hefur hún ekkert heyrt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fyrir nokkru fékk hún svör um að beiðni hennar um speglun hefði ekki borist þar sem allir viðeigandi væru í sumarfríi. „Er svo undirmannað að enginn getur leyst þetta fólk af og er bara ein manneskja að sjá um að senda allar beiðnirnar? Hvaða rugl er þetta,“ er haft eftir Álfrúnu sem segist eðlilega hafa miklar áhyggjur af þessu og þetta taki á andlega.

Sumarið 2003 var Bryndís Dagbjartsdóttir einkennalaus en vorið 2004 greindust frumubreytingar hjá henni. Hún greindist síðan með krabbamein veturinn 2005. „Ég fullyrði það að ef ég væri að lenda í þessu í dag myndi ég líklega ekki lifa það af,“ hefur Fréttablaðið eftir henni.

Eygló Guðmundsdóttir, lektor í heilbrigðisvísindum, tók málin í eigin hendur eftir að hún fékk niðurstöður úr leghálssýnatöku. Eftir óljós svör og eftir að hafa orðið vitni að því sem hún lýsir sem óeðlilegu verklagi greip hún til þess að setja sig í samband við alla þá sem höfðu eitthvað með sýnin hennar að gera. Segir Fréttablaðið að miðað við lýsingar hennar sé staðan óhugnanleg. Hún nefndi sem dæmi að hún hefur ekki fengið nein svör um hvar sýni hennar var staðsett í tólf vikur frá því að það var tekið og sent til greiningar. „Þetta er algjörlega með öllu óásættanlegt,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund