fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Áhrifa gosmóðu gætir við lægri styrk en áhrifa gasmengunar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 08:00

Gosstöðvarnar á Reykjanesi Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru eflaust farnir að kannast við gosmóðu enda hefur hún legið yfir Suður- og Vesturlandi síðustu daga. Ekki hefur mælst mikil gasmengun að sögn Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, en gasmengun er að mestu ósýnileg en það er gosmóða ekki. Það er því auðveldara að gæta sín á gosmóðunni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þorsteini að gosmóða valdi hins vegar áhrifum við lægri styrk en gasmengun. Hann sagði einnig að fólk sem er miðlungsviðkvæmt finni ekki fyrir gasmengun fyrr en SO2 mælist nokkur hundruð míkrógrömm í rúmmetra. Hvað varðar gosmóðuna, sem mælist sem fínt svifryk eða PM2,5, þarf hins vegar ekki að fara svo langt yfir 20 míkrógrömm í rúmmetra til að viðkvæmt fólk finni fyrir gosmóðunni.

„En svo getur kannski verið örlítið erfitt að þekkja í sundur venjulega, heiðarlegu þoku frá þessari gosmóðu,“ sagði Þorsteinn og benti á að gosmóða sé yfirleitt aðeins blágrárri eða stálgrá og það megi sjá skil á þokunni en það sé yfirleitt ekki hægt með gosmóðuna sem liggi yfirleitt yfir öllu.

Hann sagði einnig að gosmóða, sem er tveggja til þriggja daga gamall gosmökkur, geti einnig virkað eins og þéttir kjarnar í andrúmsloftinu og þannig verið þokuhvetjandi. Hvað varðar mælingar á loftgæðum þá eru þær uppfærðar á 10 til 60 mínútna fresti en tíðnin er breytileg á milli mælistöðva. Hægt er að fylgjast með lofgæðum á vefsíðunni loftgaedi.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök