fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Steinasafnið lifir – Verið að undirrita samning

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 14:50

Páll Guðmundsson á Húsafelli. Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deiluaðilar í Húsafellsdeilunni eru nú að undirrita samkomulag sem felur í sér að hægt verður að hætta niðurrifi á steinasafni myndhöggvarans Páls Guðmundssonar á Húsafelli.

Kröfur Sæmundar Ásgeirssonar, nágranna Páls, hafa ekki breyst hvað varðar skiptingu bílastæða en vinna við aðalskipulag og deiliskipulag breytist mikið. Meðal annars verður skipt um hönnuð deiliskipulags að kröfu Sæmundar, samkvæmt samningnum sem DV hefur undir höndum.

Stærsta breytingin er sú að aðalskipulag verður ekki fyrir allt svæðið sunnan þjóðvegar en aðeins fyrir lóðir Páls og Sæmundar. Það var atriði sem Páll taldi óaðgengilegt en var ekki að kröfu Sæmundar heldur tillaga frá Borgarbyggð.

Sæmundur hafði í morgun fallið frá öllum bótakröfum á hendur Borgarbyggð en engu að síður ákvað sveitarstjórn að borga honum 5 milljónir sem var sama upphæð og Páll gerði kröfu um og fær greidda.

Sæmundur hefur tilkynnt Borgarbyggð að upphæðin skuli greiðast inn á reikning húsbyggingarsjóðs björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi.

Legsteinum skilað – Engar dagsektir

Samkomulagið felur enn fremur í sér að Páll ábyrgist að legsteinum sem Sæmundur fékk að láni hjá eigendum eða umráðamönnum þeirra, en hurfu, verði skilað eða framvísað yfirlýsingu frá eigendunum eða umráðamönnum um að Páll eða einhver annar umsjónarmaður legsteinasafnsins hafi heimild til að geyma steinana.

Samkvæmt samkomulaginu verða dagsektir sem fallið hafa á Pál eftir að héraðsdómur úrskurðaði að hann ætti að rífa bygginguna felldar niður. Sæmundur fellur frá kröfum um að dómur Héraðsdóms Vesturlands í málinu verði fullnustaður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum